Málþingið fer fram í Norræna húsinu og hefst klukkan 12 og stendur til um klukkan 14. Hægt verður að horfa á það í beinni útsendingu hér á Vísi.
„Fjölmiðlafrelsi í heiminum hefur farið hnignandi undanfarin ár. Norðurlöndin eru meðal efstu 16 þjóða á listanum World Press Freedom Index á árinu 2021, en hvernig er staða fjölmiðla, blaðamanna og rannsóknarblaðamennsku á Íslandi í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar árið 2021?“ segir í lýsingu viðburðar.
Upphafsávarp og inngangserindi
- Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs
- Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
Erindi og umræður – Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs, stýrir
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
- Olav Njaastad, Norrænu blaðamannamiðstöðinni (í gegnum Zoom): Veikleiki blaðamennsku
- Jón Gunnar Ólafsson, doktor í fjölmiðlafræði, Háskóla Íslands : Fjölmiðlakerfið á Íslandi í Norrænu samhengi
- Helgi Seljan, fréttamaður RÚV: Skandiavískur verkur
Pallborðsumræður með áherslu á þróun tengda fjölmiðlafrelsis og stöðu rannsóknarblaðamennsku á Norðurlöndunum –Ann-Sofie Stude, sendiherra Finnlands, stýrir
- Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
- Jón Brian Hvidtfelt, formaður Blaðamannafélags Færeyja (í gegnum Zoom)
- Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins
- Maria Pettersson, ritstjóri Journalisti, Finnlandi (í gegnum Zoom)
- Þórir Guðmundsson, ritstjóri Stöðvar 2 Vísis og Bylgjunnar
- Ulrika Hyllert, formaður Blaðamannafélags Svíþjóðar og forseti Norrænu blaðamannasamtakanna (í gegnum Zoom)