Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 12:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni og hefur yfirumsjón með framgangi bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira
Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Sjá meira