Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2021 15:39 Eiður Smári á blaðamannafundi í desember þegar nýtt þjálfarateymi A-landsliðsins var kynnt til leiks. Eiður Smári og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, spiluðu saman á sínum tíma hjá Bolton á Englandi. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00