Milljörðum lykilorða lekið á netið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:02 Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Vísir/Egill Milljörðum lykilorða var lekið í umfangsmiklum gagnaleka í síðustu viku. Sérfræðingur í netöryggismálum segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær fólk lendi í að gögnum tengdum þeim verði lekið. Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“ Netöryggi Netglæpir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Gagnalekinn er sá stærsti sinnar tegundar, segir í frétt á vefsíðunni Cyber News en þar er því haldið fram að ríflega átta milljörðum lykilorða hafi verið lekið á netið. Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir að átta milljarðar séu líklega orðum ofaukið, þó lekinn sé vissulega gríðar stór. Þá sé ekki um nýjan leka að ræða heldur samansafn af gömlum lykilorðalekum. „Ég held það séu mikið fleiri lekar, sem við vitum ekki um. Og fyrirtæki hlaupa ekkert endilega með það í fréttirnar, eða hreinlega vita ekki af þeim,“ segir Valdimar. Mikilvægt sé að fólk temji sér ákveðnar reglur í netöryggismálum. „Það er að vera með tiltölulega flókin lykilorð. Lengd lykilorða skiptir líka máli,“ segir hann. Unnið að gerð hugbúnaðarins, sem gerir fólki kleift að athuga hvort gögnum um það hafi verið lekið. Vísir/Egill Best sé að vera með átta stafi eða meira, hástafi og tákn og breytileg lykilorð á milli miðla. Fjölmörg dæmi eru um að fólk noti sömu lykilorðin, og sum eru vinsælli en önnur. „Við höfum séð það að Sumar2020 er mjög vinsælt,“ segir Valdimar, og þannig sé það eftir árstíðum. Syndis vinnur nú að nýjum hugbúnaði sem gerir fólki kleift að athuga hvort það hafi lent í gagnaleka og hversu vel það hugar að eigin netöryggi. Búnaðurinn verður tekinn í notkun með haustinu en mun þó ekki koma í veg fyrir að gögnum fólks sé lekið. „Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær.“
Netöryggi Netglæpir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira