Veldu hugrekki fram yfir þægindi Ásta Kristín Sigurjónssdóttir skrifar 15. júní 2021 07:31 Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar mig langar að hreinsa hugann og sækja mér andlega uppliftingu þá fer ég oftast út að hlaupa og hlusta gjarnan á hlaðvörp. Reyndar gerist það þá jafnhraðan að í stað þess að hreinsa hugann fyllist hann af nýjum hugmyndum og andgift sem er sannarlega ekki af verri endanum heldur. Í einni svona hlaupahlustun var í eyrunum þátturinn Normið (sem reyndar verður nánast alltaf fyrir valinu). Að þessu sinni var umræðan „Hugrekki eða þægindi?“ Ég verð að segja að um leið og þessi umræða byrjaði kom uppí hugann minn akkúrat það sem ég hef svo oft hugsað en alls ekki nógu oft sagt upphátt: Svona vinnur Þórdís Kolbrún! Hún velur hugrekki framyfir þægindi í nánast öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Það að taka stórar ákvarðanir sem varða miklar breytingar sem til lengri tíma munu vinna beint inní tilgang og kjarna íslensks samfélags, það er hugrekki. Hugrakkar ákvarðanir eru ekki alltaf þær vinsælustu en þær eru allar teknar með hjartað á sínum stað og með heildar hagsmuni og stóru myndina í huga. Það er stundum erfitt og óþægilegt að leiða fólk í gegnum nýsköpun og breytingar en með verklagi sínu hefur Þórdís Kolbrún sýnt að hún er traustsins verð. Það að við eigum val um svo einstakan stjórnmálamann, sem veit og skilur, hlustar og framkvæmir, það eru forréttindi í sjálfu sér. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem skilur að þarfir landsbyggðarinnar eru öðruvísi en stórborgarinnar, beitir sér fyrir orkuskiptum, hugbúnaðarþróun og skilur mikilvægi þess að nýsköpun sé ekki lúxus heldur þörf, það er einstakt. Það að við eigum val um stjórnmálamann sem aðskilur sig ekki frá öðrum, er jarðbundin og heil, treystir fólkinu fyrst og er fær um að hlusta á mismunandi sjónarmið, það er skynsamlegt val. Veljum hugrekki og sækjum okkur innblástur í að gera ekki hlutina innan þægindarammans því þar hvorki stækkum við né þróumst. Breytingar taka á, samfélagið sem bíður okkar er ekki það sama og var. Við þurfum sterka rödd sem þorir, skilur og getur. Þar fer fremst í flokki Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Höfundur er Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun