„Afar ólíklegt“ að Biden fengi að skipa hæstaréttardómara 2024 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. júní 2021 09:00 McConnell hefur ekki reynst samkvæmur sjálfum sér hvað varðar skipan hæstaréttardómara. epa/Jim Lo Scalzo Mitch McConnell, leiðtogi minnihluta bandarísku öldungadeildarinnar, segir afar ólíklegt að hann myndi gera Joe Biden Bandaríkjaforseta kleift að skipa nýjan hæstaréttardómara árið 2024 ef repúblikanar næðu aftur meirihluta. McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði. Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
McConnell sagði í útvarpsviðtali í gær að reyndar myndu hvorki repúblikanar né demókratar leyfa forseta úr hinum flokknum að skipa hæstaréttardómara í aðdraganda forsetakosninga. Þess ber að geta að McConnell kom í vegn fyrir að Barack Obama skipaði Merrick Garland, núverandi dómsmálaráðherra, í hæstarétt í stað Antonin Scalia árið 2016. Hann hafði áður lýst því yfir að forseti ætti ekki að skipa hæstaréttadómara skömmu fyrir kosningar en reyndist ekki sjálfum sér samkvæmur þegar hann studdi Donald Trump í að fylla sæti Ruth Bader Ginsburg tvemur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Spurður að því hvað myndi gerast ef sæti losnaði árið 2023, að því gefnu að repúblikanar hefðu aftur náð meirihluta, sagði McConnell það þurfa að koma í ljós. Nú er svo komið að íhaldssamir dómarar við dómstólinn eru sex en frjálslyndir þrír. Sú staðreynd kann að hafa gríðarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bandarísk samfélag, þar sem dómstóllinn mun á næstunni taka fyrir umdeild mál er varða meðgöngurof og takmarkanir á skotvopnaeign. Stephen Breyer er 82 ára. Í útvarpsviðtalinu sagði McConnell að það afrek hans að halda sæti Scalia tómu fram yfir kosningar, þannig að það féll í hlut Trump að fylla það, væri það mikilvægasta sem hann hefði gert sem leiðtogi meirihlutans. Viðbrögð við ummælum McConnell hafa ekki látið á sér standa og nú eykst þrýstingurinn á hæstaréttardómarann Stephen Breyer að láta af störfum á meðan demókratar hafa meirihluta í öldungadeildinni. Margir á vinstrivængnum eru enn sárir Ginsburg fyrir að hafa ekki hætt á meðan Obama var forseti en þannig hefði mátt tryggja frjálslyndari arftaka en þann sem Trump skipaði.
Bandaríkin Mannréttindi Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira