Saka Umhverfisstofnun um að verðlauna sérstaklega brotastarfsemi Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 13:16 Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson en umsvif fyrirtækisins eru þyrnir í augum Jóns Kaldals, framkvæmdastjóra IWF sem segir starfsemina mengandi iðnað sem skaði lífríkið við Íslandsstrendur. Landvernd og Icelandic Wild Live Fund krefjast skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur veitt Arnarlaxi þrátt fyrir brot á starfsleyfi með notkun koparoxíð í sjókvíum sínum. „Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið. Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið.
Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira