Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Snorri Másson skrifar 15. júní 2021 15:21 42 sjúklingar veiktust og 13 af þeim létust eftir hópsýkingu á Landakoti í október. Vísir/Vilhelm Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. Í skýrslu landlæknis er einnig fjallað um að aðgerðastjórn hafi verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar og að skortur á sýnatökum á Landakoti hafi leitt til þess að smitin hafi uppgötvast síður en ella. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust með veiruna á tímabilinu 22. október til 9. nóvember 2020. 13 sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti og tveir á Sólvöllum, þangað sem smitið dreifðist frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Hópsýkingin var áfall sem kom flestum í opna skjöldu á Landspítalanum, segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að húsakosturinn hafði mikið um það að segja hvernig fór á Landakoti í vetur og forsætisráðherra hefur sagt að þessi hópsýking undirstriki þá þörf sem er á nýju sjúkrahúsi við Hringbraut. „Þegar litið er til baka er ljóst að ýmislegt hefði betur mátt fara bæði hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Því er mikilvægt að taka nú höndum saman og vinna ötullega að úrbótum,“ segir í skýrslunni. „Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum þ.e. ef litið hefði verið á hólfaskiptinguna sem ófullkomna og sýni tekin hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum Landakots 23. október.“ Landspítalinn eigi að hlutast til um að stjórnendur og starfsmenn sem næstir stóðu fái viðeigandi stuðning. Starfsmenn unnu á fleiri en einni deild á sömu vakt Ófullkomin hólfaskiptingin vegur þungt í öllu þessu máli, að mati Landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með smituðum sjúklingum og/eða starfsfólki. „Margir á Landakoti [voru] í virku endurhæfingarferli í aðdraganda hópsýkingarinnar og sóttu hóptíma hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum ásamt því að sjúklingar borðuðu saman í dagstofu deildanna ef ástand þeirra leyfði. Sjúklingum var gert að nota andlitsgrímu utan deildar en þeir báru ekki andlitsgrímu innan deildar.“ „Starfsmenn þurftu stundum að vinna á fleiri en einni deild á sömu vakt, einnig tengjast starfsmenn mismunandi legudeilda/hólfa vina- og/eða fjölskylduböndum. Þá var hluti tækjabúnaðar sameiginlegur deildum og aðstaða starfsfólks þröng og að hluta sameiginleg deildum.“ Á Landakoti hömluðu aðstæður þá hólfaskiptingu t.d. fjöldi og staðsetning salerna, sameiginleg búningsherbergi, stærð og skipulag deilda og samnýting starfsmanna og búnaðar svo sem hjartalínuritstækis og bráðavagns. Starfsfólk með mismikla reynslu Einnig virðist mikill samgangur og fjölskyldutengsl vera á milli starfsmanna utan vinnutímans og þá kemur hólfaskipting á vinnustað ekki að tilætluðum notum. Ljóst er að mikill fjöldi starfsfólks þurfti líka frá að hverfa á skömmum tíma vegna sóttkvíar og einangrunar sem án efa hefur haft áhrif, segir í skýrslunni. „Í stað þeirra komu að hluta starfsmenn úr bakvarðasveit með mismikla reynslu, þjálfun og þekkingu á staðháttum. Ekki er útilokað að ástandið skýrist að einhverju leyti af miklum fjölda nýs starfsfólks á deildunum og því að eðli starfseminnar breyttist á skömmum tíma.“ Ekki hægt að koma alveg í veg fyrir smit Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum, segir í skýrslunni, en landlæknisembættið telur þó að erfitt hefði verið hægt að koma algjörlega í veg fyrir að smit bærist inn á sjúkrahúsið. Til þess hefði þurft verulega íþyngjandi aðgerðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að fullyrða út frá fyrirliggjandi gögnum með hvaða hætti COVID-19 smit barst inn á Landakot í október 2020, hvort það gerðist með einum eða fleiri aðstandendum, starfsmönnum og/eða sjúklingum. Erlendar rannsóknir eru sagðar sýna að með kerfisbundinni skimun starfsmanna sé hægt að draga úr líkum á að smit nái að dreifast um á stofnun og jafnvel komið í veg fyrir það. Af þessum sökum þurfi nú að íhuga reglubundnar skimanir innan spítalans til varnar sérstaklega viðkvæmum hópum. Hópsýking á Landakoti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Í skýrslu landlæknis er einnig fjallað um að aðgerðastjórn hafi verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar og að skortur á sýnatökum á Landakoti hafi leitt til þess að smitin hafi uppgötvast síður en ella. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust með veiruna á tímabilinu 22. október til 9. nóvember 2020. 13 sjúklingar létust vegna hópsýkingarinnar á Landakoti og tveir á Sólvöllum, þangað sem smitið dreifðist frá Landakoti vegna flutninga á sjúklingum. Hópsýkingin var áfall sem kom flestum í opna skjöldu á Landspítalanum, segir í skýrslunni. Áður hefur komið fram að húsakosturinn hafði mikið um það að segja hvernig fór á Landakoti í vetur og forsætisráðherra hefur sagt að þessi hópsýking undirstriki þá þörf sem er á nýju sjúkrahúsi við Hringbraut. „Þegar litið er til baka er ljóst að ýmislegt hefði betur mátt fara bæði hvað varðar undirbúning og viðbrögð. Því er mikilvægt að taka nú höndum saman og vinna ötullega að úrbótum,“ segir í skýrslunni. „Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum þ.e. ef litið hefði verið á hólfaskiptinguna sem ófullkomna og sýni tekin hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum Landakots 23. október.“ Landspítalinn eigi að hlutast til um að stjórnendur og starfsmenn sem næstir stóðu fái viðeigandi stuðning. Starfsmenn unnu á fleiri en einni deild á sömu vakt Ófullkomin hólfaskiptingin vegur þungt í öllu þessu máli, að mati Landlæknis. Sameiginlegir snertifletir voru margir og smit gat borist á milli deilda með smituðum sjúklingum og/eða starfsfólki. „Margir á Landakoti [voru] í virku endurhæfingarferli í aðdraganda hópsýkingarinnar og sóttu hóptíma hjá sjúkraþjálfurum og iðjuþjálfum ásamt því að sjúklingar borðuðu saman í dagstofu deildanna ef ástand þeirra leyfði. Sjúklingum var gert að nota andlitsgrímu utan deildar en þeir báru ekki andlitsgrímu innan deildar.“ „Starfsmenn þurftu stundum að vinna á fleiri en einni deild á sömu vakt, einnig tengjast starfsmenn mismunandi legudeilda/hólfa vina- og/eða fjölskylduböndum. Þá var hluti tækjabúnaðar sameiginlegur deildum og aðstaða starfsfólks þröng og að hluta sameiginleg deildum.“ Á Landakoti hömluðu aðstæður þá hólfaskiptingu t.d. fjöldi og staðsetning salerna, sameiginleg búningsherbergi, stærð og skipulag deilda og samnýting starfsmanna og búnaðar svo sem hjartalínuritstækis og bráðavagns. Starfsfólk með mismikla reynslu Einnig virðist mikill samgangur og fjölskyldutengsl vera á milli starfsmanna utan vinnutímans og þá kemur hólfaskipting á vinnustað ekki að tilætluðum notum. Ljóst er að mikill fjöldi starfsfólks þurfti líka frá að hverfa á skömmum tíma vegna sóttkvíar og einangrunar sem án efa hefur haft áhrif, segir í skýrslunni. „Í stað þeirra komu að hluta starfsmenn úr bakvarðasveit með mismikla reynslu, þjálfun og þekkingu á staðháttum. Ekki er útilokað að ástandið skýrist að einhverju leyti af miklum fjölda nýs starfsfólks á deildunum og því að eðli starfseminnar breyttist á skömmum tíma.“ Ekki hægt að koma alveg í veg fyrir smit Mögulega hefði mátt koma í veg fyrir hluta af smitunum með skjótari viðbrögðum, segir í skýrslunni, en landlæknisembættið telur þó að erfitt hefði verið hægt að koma algjörlega í veg fyrir að smit bærist inn á sjúkrahúsið. Til þess hefði þurft verulega íþyngjandi aðgerðir fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að fullyrða út frá fyrirliggjandi gögnum með hvaða hætti COVID-19 smit barst inn á Landakot í október 2020, hvort það gerðist með einum eða fleiri aðstandendum, starfsmönnum og/eða sjúklingum. Erlendar rannsóknir eru sagðar sýna að með kerfisbundinni skimun starfsmanna sé hægt að draga úr líkum á að smit nái að dreifast um á stofnun og jafnvel komið í veg fyrir það. Af þessum sökum þurfi nú að íhuga reglubundnar skimanir innan spítalans til varnar sérstaklega viðkvæmum hópum.
Hópsýking á Landakoti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31 Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Starfsfólki Landakots boðin sálgæsla: „Þetta hefur reynt gríðarlega á starfsmenn“ Starfsmönnum á Landakoti hefur liðið gríðarlega illa vegna hópsýkingarinnar að sögn forstöðumanns öldrunarþjónustu Landspítalans. Öllum hafi verið boðin sálgæsla vegna áfallsins. 21. nóvember 2020 18:31
Staðan á Landakoti undirstrikar þörfina á nýjum Landspítala Forsætisráðherra segir ástandið á Landakoti undanfarnar vikur sýna að rétt var að ráðast í byggingu nýs Landspítala. Hann muni létta á þjónustu við eldri sjúklinga á öðrum stöðum ásamt átaki í byggingu hjúkrunarrýma fyrir eldri borgara. 17. nóvember 2020 20:01