Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Fyrri hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 12:01 Rúnar Alex Rúnarsson í 2-1 tapi Íslands gegn Mexíkó á dögunum. Matthew Pearce/Getty Images Hannes Þór Halldórsson hefur verið mark íslenska karlalandsliðsins undanfarin ár. Hann fór með liðinu á Evrópumótið í Frakklandi, heimsmeistaramótið í Rússlandi og er mögulega besti landsliðsmarkvörður sem Ísland hefur átt. Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fleiri fréttir „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30
Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45
Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00