Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júní 2021 19:00 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg. Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknar- og greiningar sem gerð var í febrúar hafa 3,7 prósent stelpna í 9. bekk og 3,8 % stúlkna í 10. bekk sent ögrandi mynd eða nektarmynd af sér á netinu gegn greiðslu. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra í jafnréttisskóla Reykjavíkur, segir að þróunin sé mjög slæm. „Og þetta eru tölur sem við viljum sjá á núlli alltaf. Vegna þess að þetta er mjög hættulegt og við erum með dæmi um tólf ára gamalt barn sem fékk bara verðlista frá fullorðnum manni yfir þær kynferðislegu athafnir sem hann vildi kaupa af henni,“ segir Kolbrún Hrund. Keypti gjafir fyrir tugi þúsunda Á borði jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar séu nú nokkur mál sem tengjast því að fullorðnir óski eftir kynferðislegum myndum af grunnbörnum. „Og við höfum strax séð dæmi um „grooming“ þar sem viðkomandi er í raun að undirbúa barnið undir eitthvað meira og koma barninu í skuld við sig þar sem viðkomandi fór með tvær ungar stúlkur á grunnskólaaldri í verslunarferð og keypti þar gjafir fyrir tugi þúsunda. Það setur þær í ákveðna stöðu að það er erfitt fyrir þær að segja nei ef hann biður um eitthvað meira og það er erfitt fyrir þær að segja frá því þær vita að þær eiga ekki að þiggja gjafir frá ókunnugum," segir Kolbrún Hrund. Stúlkurnar hafi komist í samband við manninn á Snapchat og sent honum myndir fyrir verslunarferðina. Sem betur fer hafi komist upp um málið áður en skaðinn varð meiri. Snúist um vald yfir líkama barns Þá sé annað mál á borði borgarinnar þar sem ung stúlka seldi fullorðnum manni nektarmynd. „Og hún fékk bara mjög fljótt skilaboð frá hinum fullorðna þar sem hann var búinn að pinna út hvar barnið ætti heima og hótaði því að ef hann fengi ekki myndband myndi hann senda myndina á foreldra hennar og vini,“ segir Kolbrún Hrund. Það að fullorðinn einstaklingur vilji kaupa mynd af barni snúist um vald. „Vegna þess að þú getur fundið hvað sem er á netinu en þú vilt ná ákveðnu valdi yfir ákveðnu barni, þú vilt hafa völd yfir líkama þessa barns,“ segir Kolbrún Hrund.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sjá meira