Forsetakosningar fóru fram í Perú sjötta júní síðastliðinn en fyrst núna hafa öll atkvæði verið talin.
Pedro Castilla, frambjóðandi Frjáls Perú, stóð uppi sem sigurvegari kosninganna með 50,12 prósent atkvæða. Keiko Fujimori, frambjóðandi Fuerza Popular, hlaut 49,87 prósent atkvæða.
Kosningarnar voru gríðarlega mikilvægar en Vísir fjallaði um þær þegar þær fóru fram.
Kjörstjórn í Perú hefur ekki tilkynnt úrslit kosninganna enda hefur Fujimori kært niðurstöðu þeirra.
Hún heldur því fram að þúsundir talinna kjörseðla séu ógildir. Þá sagði hún stuðningsmönnum sínum í Lima að hún myndi ekki gefast upp og halda áfram baráttu fyrir lýðræði Perú. Stuðningsmenn Fujimori hafa farið fram á endurtekt kosninganna.
Flokkur Castillo, Frjálst Perú, frábiður sér allar ásakanir um kosningasvindl og segir ásakanir Fujimori vera í þeim tilgangi að hvetja til ofbeldis.