Rykský skyggði á reginrisann Betelgás Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 15:39 Rykský skyggði á Betelgás á þessari mynd sem var tekin með SPHERE-mælitækinu á VLT-sjónauka ESO í mars árið 2020. Stjarnan náði fyrri birtu mánuði síðar. ESO/M. Montargès og fleiri Stjörnufræðingar telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um hvers vegna risastjarnan Betelgás dofnaði svo á næturhimninum að það var greinanlegt með berum augum. Rykský sem stjarnan sjálf spýtti frá sér skyggði á hana frá jörðinni séð. Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Miklar vangaveltur voru um að Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er ein skærasta stjarnan á næturhimninum, væri við það að breytast í sprengistjörnu þegar hún dofnaði verulega síðla árs 2019 og snemma árs 2020. Menn hafa ekki getað séð sprengistjörnu í Vetrarbrautinni okkar með berum augum frá því á 17. öld og því voru margir spenntir. Aðrar tilgátur um orsök þess að Betelgás dofnaði voru þó taldar sennilegra en að hún væri í dauðateygjunum. Nú hafa stjörnufræðingar staðfest eina þeirra, að rykský hafi hulið stjörnuna að hluta til, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). Þegar vísindamennirnir báru saman myndir sem teknar voru af Betelgás með VLT-sjónauka ESO í Atacama-eyðimörkinni í Síle í desember 2019 annars vegar og í janúar 2020 hins vegar sást að yfirborð stjörnunnar hafði dofnað umtalsvert, séstaklega suðurhluti hennar. Í apríl í fyrra hafði stjarnan náð fyrri birtu. Á þessari myndaröð sést greinilega hvernig Betelgás dofnaði í desember 2019 og fram á vor árið eftir.ESO/M. Montargès og fleiri Ryk sem verður efniviður í reikistjörnur og jafnvel líf Betelgás er svonefndur rauður reginrisi, sólstjarna sem eru um tuttugufalt massameiri en sólin okkar. Hún er svo massamikil að hún mun ljúka æviskeiði sínu sem sprengistjarna. Slíkar stjörnur eru taldar afar breytilegar að eðlisfari og yfirborð þeirra getur bjagast þegar tröllvaxnir gasbólstrar þenjast út og skreppa saman eins og í bullsjóðandi súpu innan í henni. Talið er að Betelgás hafi þeytt frá sér stórri gasbólu út í geiminn skömmu áður en hún byrjaði að dofna frá jörðu séð. Þegar hluti yfirborðs stjörnunnar kólnaði fljótlega eftir á þéttist gasið í ryk. „Við urðum vitni að myndun geimryks,“ segir Miguel Montarges, stjörnufræðingur við Stjörnuathuganastöðina í París, sem er aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu Nature í dag. Rannsóknin leiðir í ljós að ryk af þessu tagi getur myndast hratt og mjög nálægt yfirborði stjörnu. „Seinna meir verður rykið sem kaldar þróaðar stjörnur kasta frá sér, eins og þeytingunni sem við urðum vitni að, að byggingareiningum reikistjarna og jafnvel lífs,“ er haft eftir Emily Cannon frá Kaþólska háskólanum í Leuven í Belgíu sem tók þátt í rannsókninni.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. 15. febrúar 2020 12:30