Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 18:46 Moderna-röðin fyrir framan Laugardalshöll í dag. Þar voru flestir mættir í seinni skammt en karlar fæddir 1982 voru boðaðir í þann fyrri. Vísir/Arnar Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið. Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira