Spilum bara körfubolta og útkljáum þetta á vellinum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júní 2021 22:29 Lárus Jónsson ræðir hér við Callum Lawson í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Lárus Jónsson var rólegheitin uppmáluð eftir sigur Þórs frá Þorlákshöfn gegn Keflavík í kvöld. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 1-0 yfir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. „Þessi sigur telur ekki neitt nema við vinnum á laugardaginn. Núna er það okkar að ná í sigur, pressan er á okkur að vinna á heimavelli,“ sagði Lárus í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Varnarleikur Þórsara í fyrri hálfleik var algjörlega frábær. Þeir héldu deildarmeisturum Keflavíkur í 30 stigum og sérstaklega spilaði Ragnar Örn Bragason góða vörn gegn Herði Axel Vilhjálmssyni sem átti erfitt uppdráttar. „Raggi stóð sig mjög vel í einn á einn vörninni og í raun og veru allt liðið, það kannski ber mest á honum því hann er að dekka Hössa sem er mest með boltann.“ „Mér fannst við samt í 2-3 skipti vera að leka körfum, þeir ná boltanum á Deane Williams og þar eigum við að verja hringinn. Svo vorum við að missa þá tvisvar í sóknarfrákast eftir víti.“ Aðspurður hvort hann væri samt ekki ánægður með varnarleikinn í heild sinni var Lárus ekkert að lyfta sér of mikið frá jörðinni. „Sæmilega ánægður, maður má samt ekki missa frákast í vítum. Þetta er bara grundvallaratriði að stíga út, það þurfa bara tveir að stíga út Milka og einhver annar að hirða frákastið. Við erum í úrslitum þannig að þetta má ekki gerast aftur.“ Barátta Dominykas Milka og Adomas Drungilas var áhugaverð en þessir tveir Litháar háðu skemmtilega baráttu í kvöld. „Það er gaman að sjá þá kljást. Ég vona að það sé ekki eitthvað markmið hjá Keflavík að ná honum út úr húsinu. Spilum bara körfubolta.“ „Það er einn maður sem kemur inn á völlinn og gefur honum olnboga í andlitið, honum var hent út úr húsi. Spilum bara körfubolta.“ Þarna á Lárus við atvikið þegar Arnór Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, var rekinn út úr húsi fyrir að gefa Drungilas olnbogaskot. Dómararnir fóru í skjáinn og ráku Arnór út af sem líklegast var réttur dómur. „Adomas, eða litáíska ljúfmennið eins og ég kalla hann, er hér til að spila körfubolta. Hann er hér til að spila við Milka og útkljáum þetta bara á vellinum,“ sagði Lárus að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu eftir sigur suður með sjó Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. 16. júní 2021 22:00