Þrettán ára stúlkur keyrðu á vegg Árni Sæberg skrifar 17. júní 2021 08:27 Umferðarlöggur höfðu nóg að gera í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til í nótt vegna umferðaróhapps í Hafnarfirði þegar bifreið var ekið á vegg. Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær. Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira
Í ljós kom að ökumaður bílsins var stúlka fædd árið 2008. Sú hafði farið í bíltúr með jafnöldru sinni en hann endaði með ósköpum. Lögregla afgreiddi málið með aðkomu forráðamanna stúlknanna og tilkynningu til Barnaverndar. Stúlkan var ekki eini barnungi ökumaðurinn sem kom sér í vandræði í gær. Sautján ára drengur var stöðvaður á Álftanesvegi í gær eftir að hafa mælst á 102 kílómetra hraða á klukkustund. Hámarkshraði á Álftanesvegi er 70 kílómetrar á klukkustund. Nóg var að gera hjá umferðarlögreglunni í gær en auk barnanna voru fjórir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Stórhættuleg hlaupahjól Greinilegt er að næturlífið er að komast i eðlilegt ástand enda voru alls fjórir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir rafskútuslys í gærkvöldi. Engum varð alvarlega meint af. Þá varð einnig umferðaróhapp í Grafavogi þegar tveir drengir á skellinöðru keyrðu utan í bifreið og köstuðust af hjólinu. Foreldrar drengjanna mættu á vettvang og afþökkuðu aðstoð sjúkraliðs. Braust inn og rændi hundi Klukkan sex í gær var tilkynnt um innbrot í Kópavogi. Þar hafði maður ruðst inn á heimili og tekið hund ófrjálsri hendi. Maðurinn taldi sig réttmætan eiganda hundsins en húsráðandi var ekki á sama máli. Börn voru á heimilinu og urðu þau mjög hrædd við manninn. Maðurinn er grunaður um húsbrot, þjófnað og líkamsárás. Lögregla veit hver maðurinn er og hefur málið til rannsóknar. Erill hjá slökkviliði í Breiðholti Milli hálf átta og níu í gærkvöldi bárust þrjár tilkynningar um eld í hverfi 111. Eldur kom upp í skóla og fjölbýlishúsi í hverfinu. Enga stórbruna var um að ræða. Þá kviknaði í þremur léttum bifhjólum við fjölbýlishús í Jórufelli. Mikill eldur kom upp og barst hann í klæðningu hússins og olli töluverðum skemmdum. Vísir greindi frá atvikinu í gær.
Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Sjá meira