Fabio Paratici, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, er sagður mikill aðdáandi Gattusos.
Ásamt Fiorentina hefur Gattuso verið við stjórnvölin hjá AC Milan og Napoli, en hann var einnig frábær leikmaður á sínum tíma þar sem hann spilaði meðal annars 335 leiki fyrir AC Milan á árunum 1999-2012.
Tottenham er enn án stjóra eftir að félagið lét José Mourinho taka pokann sinn í apríl. Gattuso er ekki sá fyrsti til að vera orðaður við starfið en ásamt Paulo Fonseca og Gennaro Gattuso hefur félagið einni verið í viðræðum við Antonio Conte og Mauricio Pochettino svo einhverjir séu nefndir.
Gattuso og Tottenham eiga sína sögu, en Tottenham mætti AC Milan á San Siro í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2011. Tottenham fór áfram eftir 1-0 sigur á San Siro og markalaust jafntefli á White Hart Lane, en atvik undir lok fyrri leiksins grei fyrirsagnirnar.
Gennaro Gattuso lenti þá saman við Joe Jordan, þáverandi aðstoðarþjálfara Tottenham, þar sem Gattuso meðal annars skallaði Jordan. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig stuðningsmenn klúbbsins myndu taka því ef Gattuso yrði ráðinn þjálfari félagsins.
"We were both speaking Scottish, something that I learned when I played in his home city of Glasgow, but I can't tell you what we said."
— Standard Sport (@standardsport) June 17, 2021
Gennaro Gattuso was banned for four matches for clashing with Tottenham's then-assistant coach Joe Jordan back in 2011.#THFC pic.twitter.com/fB4WOfErPx