Hélt hún væri inni á heimsleikunum ásamt Katrínu Tönju en sætið var tekið af henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 08:30 Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Emmu Tall sem var búin að fagna sæti á heimsleikunum. Instagram/@emmtall CrossFit samtökin hafa tekið heimsleikasætið af hinni sænsku Emma Tall þrátt fyrir að hafa áður verið búin að staðfesta úrslitin á German Throwdown undanúrslitamótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019. CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti líka á þessu þýska móti og var ásamt Emma Tall ein af þeim fimm sem tryggðu sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit sem fara fram í lok júlí. Degi eftir að úrslitin höfðu verið staðfest kom fram tilkynning frá CrossFit samtökunum um að Emma Tall hafi fengið á sig víti í sjöttu og síðustu greininni. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Keppendur sendu myndbönd af sér gera æfingarnar og það er eins og stjórnendur keppninnar hafi ákveðið að fara aftur yfir æfinguna hennar þrátt fyrir að hafa staðfest hana áður. Vítið fékk Emma Tall á sig af því að dómarinn hennar færði til stöngina hennar í samsettri æfingu með jafnhendingu og burpees stökkum. Það sparaði henni tíma en kostaði hana á endanum tuttugu sekúndna refsingu. Í stað þess að enda í sjötta sæti í sjöttu æfingunni þá var Emma því aðeins með nítjánda besta tímann í lokagreininni. Stigin sem hún missti við þessa refsingu færðu hana úr fimmta sæti niður í það áttunda í heildarkeppninni en aðeins fimm efstu sætin skiluðu keppendur farseðli á heimsleikanna. Katrín Tanja endaði í þriðja sæti í keppninni og nú er bara að vona að stjórnendur keppninnar fara ekki að finna fleiri atriði sem kalla á refsingu og um leið breytta lokastöðu. Hin breska Sam Briggs græddi á þessum örlögum Emmu Tall því hún hoppaði upp í fimmta sætið og er því komin inn á heimsleikana í haust. David Shorunke, þjálfari Emmu Tall, var allt annað en ánægður með vinnubrögð CrossFit samtakanna í þessu máli og er ekki sá einu. Það eru ekki fagmannleg vinnubrögð að staðfesta úrslit og breyta þeim síðan daginn eftir. „Fyrir íþróttamann sem helgar lífi sinu íþróttinni sinni þá er þetta helvíti alveg manndrepandi,“ sagði David Shorunke og segir skjólstæðing sinn vera niðurbrotna. Hún datt líka það langt niður listann að hún fær ekki einu sinni tækifæri til að tryggja sig inn á lokamótinu og tímabilið er því búið hjá henni. Emma Tall er 29 ára gömul og hefur einu sinni komist á heimsleikana. Hún endaði í 31. sæti á leikunum 2019.
CrossFit Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira