Bóluefnið sem brást Snorri Másson skrifar 18. júní 2021 23:44 Táknræn ruslatunna fyrir utan húsnæði CureVac í Tübingen. Bóluefnið lofaði góðu, en svo kom smá seinkun, svo enn frekari seinkun og nú niðurstöður úr þriðja stigi tilrauna með efnið. Þær eru það slæmar að ólíklegt þykir að það komist á markað yfirleitt. Bernd Weissbrod/picture alliance - Getty Images Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Á miðvikudaginn birtust niðurstöður úr þriðja tilraunafasa CureVac með bóluefni við Covid-19: Virkni upp á 47%. Fá nafntoguð bóluefni hafa komið eins illa út úr tilraunum og CureVac, sem kom Þjóðverjum mörgum í opna skjöldu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að þetta valdi auðvitað miklum vonbrigðum. Þeir hafa sagt í viðtölum að ný afbrigði veirunnar séu helst það sem komi í veg fyrir betri tölfræði en þýskir fjölmiðlar hafa sett fram ýmsar kenningar um dræma virkni efnisins. Þar koma flókin efnafræðileg atriði við sögu en fyrirtækið hefur sjálft ekki sett fram skýrar tilgátur í því efni. CureVac er mRNA-bóluefni eins og efni Pfizer og Moderna.Thiago Prudencio/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Hvað sem hugsanlegum skýringum líður er ljóst að tiltrú á fyrirtækið er hrunin. Hlutabréf hröpuðu í virði, um 40%, og fjöldi fjárfesta sat eftir með sárt ennið. Þar á meðal er þýska ríkið, sem fjárfesti um 300 milljónum evra í verkefninu. Fallið er raunar svo hátt, og tíminn svo naumur, að þýskir miðlar halda því margir fram að bóluefnið eigi sér ekki viðreisnar von úr þessu; að það fari einfaldlega ekki í gegnum Lyfjastofnun Evrópu hvorki nú né síðar. Nægilega mikil var seinkunin orðin þegar, til þess að þessar slæmu niðurstöður færu ekki að bæta gráu ofan á svart. Íslendingar biðu eftir CureVac Á meðal vonsvikinna viðskiptavina CureVac hefðu getað verið Íslendingar, sem sömdu við fyrirtækið um 90.000 skammta af bóluefni í febrúar, sem þá var talið að gætu komið hingað á öðrum ársfjórðungi. Heilbrigðisráðuneytið fékk þessa skammta augljóslega aldrei afhenta en þökk sé góðum gangi í bólusetningum með öðrum efnum, hefur ráðuneytið nú gefið út að það þurfi ekki á efninu að halda lengur. Brostnar væntingarnar náðu því aldrei að valda neinum vonbrigðum, enda væri líklega hvort eð er flókið að valda bjartsýnum Íslendingum nokkrum teljandi vonbrigðum á þessari stundu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer fremst í flokki bjartsýnismanna, en í stöðuuppfærslu á Facebook áðan minnti hún enn og aftur á árangur Íslendinga í bólusetningum, sem nú telst á heimsmælikvarða. Ráðherra boðaði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að í lok júní væri áfram stefnt að því að aflétta alveg öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Síðan hefur ekkert komið fram sem raskað gæti þeim áformum og eftir slétta viku er öruggt að allir Íslendingar sem náð hafa aldri munu hafa fengið boð í fyrstu sprautu af bóluefni við veirunni.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þýskaland Tengdar fréttir Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00 Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. 18. júní 2021 19:00
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15