Kvensjúkdómalæknar gagnrýna skýrslu um skimanir Árni Sæberg og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 19. júní 2021 17:48 Haraldur Breim vann skýrslu um leghálsskimanir sem send var til heilbrigðisráðherra þann 16. júní. Vísir/Egill Stjórn Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gefið úr tilkynningu þar sem hún gagnrýnir skýrslu sem Haraldur Breim vann fyrir heilbrigðisráðherra um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini. FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
FÍFK gagnrýnir efnistök skýrslunnar og segir heimildaskrá hennar einungis innihalda heimildir frá aðilum sem bera ábyrgð á núverandi starfsemi. Skýrslan beri þess merki að ekki hafi farið fram skoðun á hvort upplýsingar væru réttar og að ekki hafi verið rætt við notendur ferilsins. FÍFK segir skýrsluna ekki taka afstöðu til bréfa frá fagfélögum rannsóknarlækna og kvensjúkdómalækna til heilbrigðisráðherra, heilsugæslunnar og landlæknis þar sem bent er á ógnir og annmarka á ferlinum. Ekki var haft samband við fagfélögin við vinnslu skýrslunnar. Efast um fullyrðingar í skýrslunni. Í skýrslunni er fullyrt að biðtími eftir niðurstöðum rannsókna sé tveir til þrír mánuðir. FÍFK segir það ekki rétt. Í sumum tilfellum hafi svör ekki enn borist þremur og hálfum mánuði eftir skimun. Félagið gerir einnig athugasemd við það að ekki sé tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið gert áhættu- og öryggismat á þeim viðamiklu breytingum sem átti að innleiða. Þá telur FÍFK það vera mikla öryggisógn að breyta íslenskri kennitölu handvirkt yfir í danska og aftur til baka þegar svar er fært inn í íslenskt kerfi. Í skýrslunni segir jafnframt að núverandi kerfi hafi ekki áhrif á aðgengi sérfræðinga að niðurstöðum rannsóknaraðila. FÍK segist ekki vita til þess að skýrsluhöfundur hafi haft samband við neinn utan kerfisins þegar það var metið. Þá gagnrýnir félagið að skýrsluhöfundur hafi ekki minnst á stopult upplýsingaflæði frá framkvæmdaraðilum til bæði sjúklinga og lækna. „Það eru vonbrigði að sjá að skýrslan hefur nær eingöngu tekið mið af frásögn framkvæmdaraðilans og skoðar ekki viðhorf notenda, hvorki skjólstæðinga né heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í gagnrýni félagsins.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira