Sannfærður um að krakkar hætti að henda tyggjóinu á götuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. júní 2021 12:50 Guðjón og Dagur B. Eggertsson í morgun. Guðjón notar vél sem leysir upp tyggjóið við 100 gráðu hita. Vélin ræður hins vegar illa við niktótíntyggjó. Vísir/Reykjavíkurborg Guðjón Óskarsson var í dag valinn Reykvíkingur ársins 2021. Hann segir nafnbótina mikinn heiður en Guðjón hefur vakið athygli fyrir starf sitt við að hreinsa gangstéttir borgarinnar af tyggjóklessum. Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær. Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Guðjón, sem er rúmlega sjötugur Reykvíkingur, var fengin til þess að opna Elliðaárnar í morgun, líkt og tíðkast þegar Reykvíkingur ársins er valinn. „Það er bara enn og aftur verið að heiðra verkefnið og mig og ég er bara mikið þakklátur. Og þakklátur Reykvíkingum hvernig þeir hafa tekið þessu verkefni, sérstaklega unga kynslóðin. Hún er alveg hreint gulls ígildi og ég er alveg sannfærður um það að unga kynslóðin, krakkar á aldrinum 8 til 12 ára kannski, koma ekki til með að henda tyggigúmmíi á gangstéttirnar í framtíðinni,” segir Guðjón, glaður í bragði. Guðjón hóf verkefnið við að hreinsa tyggigúmmí af götunum í fyrra eftir að hafa misst vinnuna við ferðaþjónustu vegna heimsfaraldursins. Hann segir verkefnið auðvelda sér að halda sér í formi, hann hreyfi sig og sé úti við í nokkra klukkutíma á dag. Guðjón segir það hafa komið sér á óvart hversu mikil viðbrögð hann hefur fengið við verkefninu. „Já, alveg gríðarlega á óvart. Það var bara í öllum fjölmiðlum og viðbrögð almennings á öllum aldri, og allir hafa tekið þessu vel, látið vita af því að það sem ég er að gera er virkilega að skila árangri og sjáanlegum árangri. Það er bara gaman að vera í svona jákvæðu starfsumhverfi á svona víðum vettvangi.” Elliðaárnar voru opnaðar laust fyrir klukkan sjö í morgun, en þó bar heldur illa í veiði, sem Guðjón segir þó ekki hafa komið að sök. „Mér er sagt að ég hafi fljótlega náð tökum á stönginni og fljótlega náð tökum á því að kasta en það sást aldrei í neinn fisk. Þannig að það voru ýmsir veiðistaðir reyndir og notaðir en því miður þá veiddist ekki. Allavega ekki ég, en það getur verið að borgarstjóri og aðrir fái eitthvað en ég efa það úr því að mér tókst það ekki,” segir Guðjón og hlær.
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira