Glærir ruslapokar í Sorpu ódýrari fyrir samfélagið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 14:31 Glærir pokar eru framtíðin hjá Sorpu. Sorpa Frá og með 1. júlí næstkomandi munu endurvinnslustöðvar Sorpu hætta að taka við svörtum ruslapokum. Það er gert til að stuðla að aukinni endurvinnslu, endurnotum og til að styðja enn frekar við hringrásarhagkerfið. Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar. Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Hver fer því að verða síðastur til að klára svörtu ruslapokana. Tilkynnt var um þessa breytingu í apríl síðastliðnum. Sorpa fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári og er ráðist í talsverðar breytingar í tilefni þess. Um er að ræða ruslapoka sem fara í urðun í von um að hægt verði að forða fólki frá því að flokka vitlaust. „Staðreyndin er því miður sú að meira en helmingurinn af öllu því sem viðskiptavinir okkar skila í gáminn fyrir blandaðan úrgang á sér endurvinnslufarvegi. Efnið sem fer í gáminn fer hins vegar beint í urðun,“ er haft eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu í tilkynningu frá því í apríl. Ódýrara fyrir samfélagið Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu, segir í samtali við Vísi að allt sorp eigi að koma í glærum pokum til Sorpu. „Það á allt að vera glært, við viljum fá að sjá allt, það á allt að vera uppi á borðum og allt gegnsætt. Hugsunin er sú að hjálpa starfsfólki að leiðbeina fólki að koma hlutunum á rétta staði og bakgrunnurinn og grundvöllurinn að því er að við sjáum mjög mikið af hlutum sem má endurvinna enda í urðun, sem er það versta sem getur gerst því þá tekurðu þá út úr hringrásinni og grefur þá i jörðu,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki bara óumhverfisvænt heldur ótrúlega dýrt fyrir samfélagið. „Þetta er miklu dýrari farvegur en endurvinnslan og það leggst á útsvarsgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Gunnar. Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptafulltrúi Sorpu. Aðsend „Fólk klárar svörtu pokana sína og kaupir svo glæra þegar þarf að fylla á. Það verður ákveðinn innleiðingartími en við verðum svolítið hörð á þessu frá 1. júlí,“ segir Gunnar. „Við munum fara yfir þetta með fólki ef það er ekki að fylgja þessum leiðbeiningum.“ Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að breytingin muni ganga illa. „Við höfum orðið vör við það að fólk er byrjað að koma með glæru pokana þannig að við sjáum ekki fram á að þetta verði meiriháttar vandamál,“ segir Gunnar. Þá segist hann hafa heyrt af því að verslanir ætli hægt og rólega að hætta sölu á svörtum ruslapokum. „Við fögnum því mjög mikið af því að glæru pokarnir eru alveg jafn góðir og þessir svörtu. Þetta er bara einhver tenging sem fólk gerir, að rusl fari í svart. Með þessu viljum við draga úr kostnaði fyrir kerfið og stuðla að bættri endurvinnslu og að bættu umhverfi,“ segir Gunnar.
Sorpa Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Sjá meira
Viðskiptavinir Sorpu klári svörtu ruslapokana fyrir 1. júlí Viðskiptavinir SORPU eiga nú að koma með allan úrgang og endurvinnsluefni í glærum pokum á endurvinnslustöðvar. Hafa þeir til 1. júlí til að klára svörtu ruslapokana og skipta þeim út fyrir glæra. 27. apríl 2021 07:28
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17