Þorsteinn Már biðst afsökunar fyrir hönd Samherja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2021 06:24 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson undirritar afsökunarbeiðni sem birtist sem heilsíðuauglýsing í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu. „Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Veikleikar voru í stjórnskipulagi og lausatök sem ekki áttu að líðast. Við brugðumst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið uppnámi hjá starfsfólki okkar, fjölskyldum, vinum, samstarfsaðilum, viðskiptavinum og víða í samfélaginu. Við hörmum þetta og biðjumst einlæglega afsökunar,“ segir í yfirlýsingunni. „Það geri ég persónulega sem forstjóri og einnig fyrir hönd félagsins sem ætíð hefur haft vönduð vinnubrögð að leiðarljósi í allri sinni starfsemi.“ Segist vilja draga lærdóm af „mistökunum“ Í yfirlýsingunni kemur ekkert fram um ábyrgð fyrirtækisins eða einstakra stjórnenda hvað varðar þær rannsóknir sem hafa verið í gangi í Namibíu og víðar á meintum mútugreiðslum Samherja til þarlendra ráðamanna. Né heldur er komið inn á háttsemi svokallaðrar „skæruliðadeildar Samherja“. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðjast afsökunar heldur draga lærdóm af þessum mistökum og tryggja að ekkert slíkt gerist aftur. Í því skyni höfum við gripið til viðamikilla ráðstafana,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að fyrirtækið vilji horfa fram á veginn. „Mistök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil vonbrigði,“ segir einnig, án þess þó að hinir „ámælisverðu viðskiptahættir“ eða mistök séu tíunduð. „Við munum ekki láta slíkt henda aftur.“ Fyrir neðan textann segir að nálgast megi ítarlegri yfirlýsingu á heimasíðu Samherja en hana var ekki að finna á síðunni þegar þessi frétt var skrifuð. Yfirlýsingin sem birtist sem heilsíðuauglýsing í blöðunum í dag.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43