Hætt að bólusetja í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 14:40 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir hafa verið litlar heimtur í bólusetningum með Janssen í dag. Vísir/Vilhelm Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira