Hætt að bólusetja í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 14:40 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir hafa verið litlar heimtur í bólusetningum með Janssen í dag. Vísir/Vilhelm Mæting í bólusetningu með bóluefni Janssen var heldur dræm í dag. Framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að dyrunum hafi verið lokað klukkan fjögur Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Bólusetningum með efni Janssen gegn kórónuveirunni var hætt í Laugardalshöllinni nú klukkan fjögur. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eftir hádegi var ákveðið að hleypa öllum að sem vildu koma í bólusetningu með Janssen-efninu en mæting þeirra sem ekki fengu boð var undir væntingum. Alls voru 8.900 bólusett í dag, þar af 1.600 sem ekki fengu boð. Í dag var síðasti dagurinn fyrir sumarfrí hjá heilsugæslunni sem bólusett var með efni Janssen. Því verður efnið ekki notað á höfuðborgarsvæðinu fyrr en einhvern tímann um miðjan ágúst. Ragnheiður segir bóluefni ekki fara til spillis, þar sem það hafi verið blandað jafnt og þétt í gegnum daginn. Blandað bóluefni hefur heldur stuttan endingartíma en óblandað ætti það að geta enst langt fram yfir umrætt sumarfrí. Seinni bólusetningar taka við Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer og er þar um að ræða seinni bólusetningu hjá þeim hópum sem boðaðir höfðu verið með handahófskenndum hætti. Bólusetningu með efni AstraZeneca, sem til stóð að færi fram á fimmtudag, hefur verið frestað þangað til í næstu viku, þó með þeim fyrirvara að efnið berist hingað til lands í tæka tíð. Frá 28. júní til 13. júlí verða eingöngu seinni bólusetningar, en eftir það tekur sumarfríið við. Þá verður bólusett með efnum Moderna og Pfizer, auk AstraZeneca með fyrirvara um afhendingu, samkvæmt vef heilsugæslunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira