Gæti verið „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 09:31 Orri Steinn Óskarsson fagnar markinu sínu en á bak við er móðir hans að hringja heim til Íslands. Instagram/@fc_kobenhavn Gróttustrákurinn Orri Steinn Óskarsson varð í gær Danmerkurmeistari með sautján ára liði FC Kaupmannahafnar. Reyndar getur liðið stærðfræðilega misst titilinn í lokaumferðinni en þá þarf næsta lið að vinna upp 32 mörk í síðasta leiknum. Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan. Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Orri Steinn hefur raðað inn mörkum á leiktíðinni og skoraði annað mark FCK í 2-0 sigri á Nordsjælland í gærkvöldi. Markið hans kom fimmtán mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. FCK strákarnir héldu þrátt fyrir sigurinn að þeir gætu ekki tryggt sér titilinn fyrr en í lokaumferðinni þegar þeir mæta Bröndby. Annað kom á daginn því FC Midtjylland tapaði á móti Silkeborg á sama tíma. View this post on Instagram A post shared by F.C. København (@fc_kobenhavn) FCK er því með þriggja stiga forskot og 32 marka forskot fyrir lokaumferðina og því er aðeins stærðfræðin sem kemur í veg fyrir að liðið vinni titilinn. Orri hefur alls skorað 26 mörk í 16 leikjum í deildinni eða níu mörkum meira en næsti maður í liðinu. Orri Steinn verður sautján ára gamall í haust en hann er á sínu öðru ári með danska liðinu eftir að hafa farið út í kjölfarið á því að hjálpa Gróttu að vinna sér sæti í Pepsi Max deildinni í fyrsta skiptið. Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Orra, birti mjög skemmtilega mynd á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær og þar gæti mögulega verið á ferðinni „fjölskyldumynd“ ársins í íslenska fótboltanum. Orri Steinn sést þar fagna markinu sínu í leiknum en á bak við hann sést líka móðir hans, Laufey Kristjánsdóttir , vera að tala við föður hans Óskar Hrafn Þorvaldsson heima á Íslandi og segja honum væntanlega frá því að strákurinn hefði skorað mark. Óskar Hrafn stýrði Breiðabliki í Mjólkurbikarnum í gær en það gekk ekki eins vel hjá honum og stráknum. Svo segir alla vega Magnús Agnar í færslu sinni sem sjá má hér fyrir neðan.
Danski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira