Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2021 12:01 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ferðaþjónustu og veitingageirann hafa tekið við sér á ný. Almannavarnir Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar. Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Þegar mest lét mældi Hagstofan atvinnuleysi í 9,9 prósentum í maí 2020, sem var sögulega hátt. Á meðal ungs fólks, 16-24 ára, dróst atvinnuleysisstigið saman um 13,7% á milli mánaða. Taka skal fram að téð atvinnuleysisstig ungs fólks er árstíðaleiðrétt, þannig að þar er um að ræða raunverulegar framfarir, sem eru ekki háðar því að sumarfrí frá skólum sé hafið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir sömu stöðu blasa við þar á bæ þótt stofnunin mæli skráð atvinnuleysi en Hagstofan hringi út og geri könnun á stöðu fólks á vinnumarkaði. „Það er sama sagan hjá okkur hjá VMST að atvinnuleysi hefur minnkað hratt milli mánaða frá því í febrúar eða mars,“ segir Unnur. Margir þættir valdi minnkandi atvinnuleysi. Sá stærsti sé að kórónuveirufaraldurinn er á undanhaldi og ferðaþjónustan því að taka við sér á ný. „Við sjáum það bara á farþegum sem eru að koma og hvað allt er að glæðast í veitingaþjónustu, ferðageiranum og allt sem þeim tengist. Það er stærsti þátturinn. Svo hefur ríkisstjórnin líka komið myndarlega inn í þetta til að flýta fyrir viðspyrnu með því að auka heimildir til ráðningarstyrkja til fyrirtækjanna sem eru að fara af stað aftur.“ Þessar greinar standi einna helst undir vextinum. „Þetta eru greinarnar sem féllu alveg fyrir einu og hálfu ári og þær eru sem betur fer að taka við sér núna. Síðan er byggingageirinn líka mjög stór en hann datt ekki alveg niður eins og ferðageirinn,“ segir Unnur. Hún kveðst fullviss um að þessi þróun haldi áfram út sumarið og vonandi vel inn í haustið.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira