Giuliani sviptur lögmannsréttindum í New York Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 19:04 Rudy Giuliani fór mikinn um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Donald Trump sigur í forsetakosningunum í nóvember. Falskar yfirlýsingar hans þá hafa nú kostað hann starfsleyfið í New York. AP/Julio Cortez Aganefnd áfrýjunardómstóls í New York svipti í dag Rudy Giuliani lögmannréttindum í ríkinu vegna falskra fullyrðinga sem hann setti fram til að fá dómstóla til þess að snúa við kosningaósigri Donalds Trump í nóvember. Giuliani leiddi tilraunir Trump til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í nóvember. Hann, og aðrir bandamenn Trump, voru þó gerðir afturreka með svo gott sem allar ásakanir sínar fyrir dómstólum vítt og breitt um landið þar sem þeir gátu engar haldbærar sannanir lagt fram fyrir þeim. Siðanefnd lögmanna í New York fór fram á að aganefndin svipti Giuliani málflutningsleyfi sínu vegna stoðlausra og rangra fullyrðinga hans fyrir dómi um að sigrinum hefði verið stolið af Trump með stórfelldum svikum. Á það féllst nefndin í dag. Í áliti hennar sagði að Giuliani hefði lagt fram sannanlega falskar og misvísandi yfirlýsingar fyrir dómi, fyrir þingmenn og fyrir allan almenning, að sögn AP-fréttastofunnar. Framferði Giuliani hefði ógnað almannahag og kalli á að hann verði sviptur starfsleyfi til bráðabirgða. Sviptingin þýðir að Giuliani má ekki lengur koma fram fyrir hönd skjólstæðinga sinna sem lögmaður í New York-ríki. Lögmenn Giuliani segja niðurstöðuna fordæmalausa þar sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir sig. Þeir segjast fullvissir um að Giuliani fái leyfið aftur. Giuliani hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi ekki vísvitandi lagt fram falskar yfirlýsingar. Telur hann rannsókn siðanefndar lögmanna á sér brjóta gegn tjáningarfrelsi sínu. Giuliani ávarpaði baráttufund stuðningsmanna Trump sem vildu ekki viðurkenna ósigur forsetans í Washington-borg 6. janúar og kallaði eftir átökum. Skömmu síðar hélt mannfjöldinn að þinghúsinu og braust þangað inn.Vísir/EPA Ekki „arða af sönnunum“ fyrir ásökunum um að látið fólk hafi kosið Stjarna Giuliani reis hátt í New York eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001 en þá þótti hann sem borgarstjóri bregðast við af miklum myndugleik. Áður hafði hann getið sér gott orð fyrir baráttu sína gegn ítölsku mafíunni sem alríkissaksóknari suðursvæðis New York. Hann reyndi fyrir sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar árið 2008 en hlaut ekki brautargengi. Á seinni árum beindi Giuliani helst kröftum sínum að ábatasömum ráðgjafarstörfum, meðal annars í þjónustu erlendra ríkja. Þegar Donald Trump varð forseti tók Giuliani að sér að vera persónulegur lögmaður hans endurgjaldslaust. Athafnir Giuliani í Úkraínu til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden leiddu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot árið 2019. Eftir að Trump beið ósigur fyrir Biden í nóvember varð Giuliani helsti málsvari framandlegra ásakana um stórfelld kosningasvik. Í áliti siðanefndarinnar í New York kom meðal annars fram að Giuliani hefði búið til fullyrðingar um að látið fólk hefði greitt atkvæði í Fíladelfíu. Hélt hann því ýmist fram að fölsuð atkvæði þar væri átta eða þrjátíu þúsund án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því, að því er segir í frétt Washington Post. Dómararnir sem áttu sæti í siðanefndinni sögðu að Giuliani hefði ekki langt fram „örðu af sönnunargögnum fyrir nokkrum breytilegum og afar óstöðugum tölum um fjölda látinna einstaklinga sem hann staðhæfði að hefðu kosið í Fíladelfíu“. Rannsókn stendur nú yfir á viðskiptum Giuliani við eintaklinga í Úkraínu fyrir kosningarnar í fyrra og hvort að hann hafi brotið lög um skráningu málsvara erlendra ríkja þegar hann tók þátt í að bola burt sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Saksóknarar lögðu meðal annars hald á síma og tölvur Giuliani þegar þeir létu gera húsleit á heimili hans og skrifstofu á Manhattan í apríl. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Giuliani leiddi tilraunir Trump til þess að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í nóvember. Hann, og aðrir bandamenn Trump, voru þó gerðir afturreka með svo gott sem allar ásakanir sínar fyrir dómstólum vítt og breitt um landið þar sem þeir gátu engar haldbærar sannanir lagt fram fyrir þeim. Siðanefnd lögmanna í New York fór fram á að aganefndin svipti Giuliani málflutningsleyfi sínu vegna stoðlausra og rangra fullyrðinga hans fyrir dómi um að sigrinum hefði verið stolið af Trump með stórfelldum svikum. Á það féllst nefndin í dag. Í áliti hennar sagði að Giuliani hefði lagt fram sannanlega falskar og misvísandi yfirlýsingar fyrir dómi, fyrir þingmenn og fyrir allan almenning, að sögn AP-fréttastofunnar. Framferði Giuliani hefði ógnað almannahag og kalli á að hann verði sviptur starfsleyfi til bráðabirgða. Sviptingin þýðir að Giuliani má ekki lengur koma fram fyrir hönd skjólstæðinga sinna sem lögmaður í New York-ríki. Lögmenn Giuliani segja niðurstöðuna fordæmalausa þar sem hann hafi ekki fengið að svara fyrir sig. Þeir segjast fullvissir um að Giuliani fái leyfið aftur. Giuliani hefur sjálfur haldið því fram að hann hafi ekki vísvitandi lagt fram falskar yfirlýsingar. Telur hann rannsókn siðanefndar lögmanna á sér brjóta gegn tjáningarfrelsi sínu. Giuliani ávarpaði baráttufund stuðningsmanna Trump sem vildu ekki viðurkenna ósigur forsetans í Washington-borg 6. janúar og kallaði eftir átökum. Skömmu síðar hélt mannfjöldinn að þinghúsinu og braust þangað inn.Vísir/EPA Ekki „arða af sönnunum“ fyrir ásökunum um að látið fólk hafi kosið Stjarna Giuliani reis hátt í New York eftir hryðjuverkaárásirnar á Tvíburaturnana 11. september árið 2001 en þá þótti hann sem borgarstjóri bregðast við af miklum myndugleik. Áður hafði hann getið sér gott orð fyrir baráttu sína gegn ítölsku mafíunni sem alríkissaksóknari suðursvæðis New York. Hann reyndi fyrir sér í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar árið 2008 en hlaut ekki brautargengi. Á seinni árum beindi Giuliani helst kröftum sínum að ábatasömum ráðgjafarstörfum, meðal annars í þjónustu erlendra ríkja. Þegar Donald Trump varð forseti tók Giuliani að sér að vera persónulegur lögmaður hans endurgjaldslaust. Athafnir Giuliani í Úkraínu til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Joe Biden leiddu til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings kærði Trump fyrir embættisbrot árið 2019. Eftir að Trump beið ósigur fyrir Biden í nóvember varð Giuliani helsti málsvari framandlegra ásakana um stórfelld kosningasvik. Í áliti siðanefndarinnar í New York kom meðal annars fram að Giuliani hefði búið til fullyrðingar um að látið fólk hefði greitt atkvæði í Fíladelfíu. Hélt hann því ýmist fram að fölsuð atkvæði þar væri átta eða þrjátíu þúsund án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því, að því er segir í frétt Washington Post. Dómararnir sem áttu sæti í siðanefndinni sögðu að Giuliani hefði ekki langt fram „örðu af sönnunargögnum fyrir nokkrum breytilegum og afar óstöðugum tölum um fjölda látinna einstaklinga sem hann staðhæfði að hefðu kosið í Fíladelfíu“. Rannsókn stendur nú yfir á viðskiptum Giuliani við eintaklinga í Úkraínu fyrir kosningarnar í fyrra og hvort að hann hafi brotið lög um skráningu málsvara erlendra ríkja þegar hann tók þátt í að bola burt sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði. Saksóknarar lögðu meðal annars hald á síma og tölvur Giuliani þegar þeir létu gera húsleit á heimili hans og skrifstofu á Manhattan í apríl.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Repúblikanar í Michigan fundu enga stoð fyrir svikabrigslum Trump Engin kerfisbundin eða víðtæk kosningasvik áttu sér stað í Michigan í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust samkvæmt rannsókn sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþingsins stýrðu. Donald Trump og stuðningsmenn hans héldu fram stoðlausum ásökunum um að brögð hefðu verið í tafli í Michigan. 23. júní 2021 23:45
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Óreiðan, vafinn og reiðin er markmiðið Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 19. nóvember 2020 22:46