Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júní 2021 07:57 Nærri allir þeir sem leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 eru óbólusettir. AP/Jae C. Hong Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir. Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira