„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2021 09:00 Mikið hvassviðri verður í dag. Vísir/Vilhelm Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan. Veður Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson ræddi veðrið um helgina í Bítinu í morgun. Þar sagði hann að þær hitabreytingar sem nú ganga yfir valdi miklu hvassviðri. Hlýtt loft ryðjist úr suðvestri og gangi inn á vestanvert landið með tilheyrandi vindi. Einar segir ekki algengt að svo mikið hvassviðri sé að sumri til. Hann segir þó að þegar viðvaranir Veðurstofu séu gefnar út þurfi að taka mið af samfélaginu. „Að vetri til hefði þetta líklega ekki náð appelsínugulu en nú eru margir á faraldsfæti,“ segir hann. Einar skilur vel að fólk sé í ferðahug þar sem búið er að spá miklum hita og góðu veðri á Norður- og Austurlandi um helgina. Hann ráðleggur fólki sem hyggur á ferðir norðurfyrir þó að bíða með þær þar til hvassviðrinu slotar. Ekki þurfi að bíða lengur en til morgundags. Aðspurður segir Einar að ekki sé hægt að komast hjá hvassviðrinu með því að fara austurleiðina til Egilsstaða þar sem miklar hviður verði líklega við Kvísker í Öræfum. Það sé þekktur hvassviðrisstaður í þessari vindátt. Þó verður mesta hvassviðrið á norðurleiðinni, á Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þar hvessir eftir hádegi og verður í hámarki síðari hluta dags. Hvassviðrið nær alveg norður í Þingeyjarsýslur og austur til Vopnafjarðar í kvöld. „Þetta er ekkert grín“ Einar varar við ferðalögum í dag en segir þannig stemningu vera í samfélaginu að menn séu ekki til í að tala um slæmt veður. Fólk verði að flýta sér hægt og doka við þar til þessu slotar því þetta stendur ekki alla helgina. Þó segir Einar að ágætlega viðri til ferðalaga á Suðurlandi að Skaftafelli. Það sé ekki hætta á hvassviðri undir Eyjafjöllum. Ekki verður meira en strekkingsvindur frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir Skaftafell. Vindurinn þar kemur af hafi og er ekki byljóttur. Einar segir bjart framundan Ágætisveður verður á landinu í næstu viku að sögn Einars. Hitatölur gætu komið fólki skemmtilega á óvart. Vænta má yfir 25 stiga hita á sumum stöðum á Suðaustur og Austurlandi. Mest von er á bjartviðri og sól á Austurlandi. Þó besta veðrið verði fyrir austan í næstu viku, verður ágætisveður víða um landið. Þó síst hérna á annesjunum vestanlands. Að lokum varar Einar fólk við ferðalögum með tengivagna og bendir öllum á að skoða vindmæla Vegagerðarinnar vel. Hlusta má á viðtalið við Einar í Bítinu í spilaranum hér að neðan.
Veður Bítið Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira