Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni. Fundurinn fer fram í Safnahúsinu og verður í beinni útsendingu og textalýsingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda stendur til að aflétta öllum takmörkunum innanlands nú í síðari hluta júní, eða þegar 75 prósent bólusetningarbærra hér á landi hafa fengið minnst einn skammt af bóluefni við kórónuveirunni.
Samkvæmt upplýsingum af bólusetningarvef stjórnvalda er það hlutfall nú 87,4 prósent. Þó hefur ekki verið gefið út að tilkynnt verði um afléttingu allra takmarkana innanlands.