Besti vinurinn er hrútur sem heldur að stundum að hann sé hestur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. júní 2021 20:02 Foto: RAX/RAX Á bænum Skyggnisholti í Flóanum, rétt austan við Selfoss, búa tveir einstakir vinir. Ragnar Axelsson hitti sex ára Stein Þorra Viktorsson og lambhrúturinn hans Páll Stefánsson. Hrúturinn virðist ýmist halda að hann sé hundur eða hross og hafa þeir leikið mikið saman síðustu þrjú árin. Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira
Saga hrútsins Páls byrjaði frekar sorglega og vildi hann enginn fyrstu dagana. „Kindin sem hann er undan drapst þannig að hann var í rauninni heimalingur, það var ekkert hægt að koma honum undir aðra kind, það var fullreynt,“ segir Ingólfur Arnarson móðurbróðir Steins Þorra í samtali við Vísi. Steinn var um þriggja ára aldur þegar Páll Stefánsson kom í heiminn en hann er oftast kallaður Lambi. Samband þeirra varð sterkt strax og þeir hittust fyrst. Steinn Þorri Viktorsson og lambið Páll Stefánsson, betur þekktur sem Lambi. Mynd úr einkasafni fjölskyldunnar „Þeir urðu svona svakalega flottir vinir. Alltaf þegar hann fór út að hjóla á þríhjólinu sínu, og eiginlega bara hvert sem hann fór, þá fór Lambi alltaf með. Hann var eins og hundur,“ útskýrir Ingólfur. Þrjú ár eru liðin og geta Steinn Þorri og Lambi enn skemmt sér konunglega saman. Steinn Þorri að leik með kindunum á bænum. Vísir/RAX „Þeir eru ennþá svona. Lambi er með hinum rollunum núna en þegar Steinn er á svæðinu þá eru þeir saman.“ Steinn Þorri og Lambi voru að leika úti á túni ásamt dóttur Ingólfs, Ingu Lillý Ingólfsdóttur, þegar ljósmyndara bar að garði. Það vakti athygli RAX að Steinn Þorri skellti sér á bak á Lamba sínum og hljóp hann með hann um hagana. Bestu vinir í þrjú ár.Vísir/RAX „Ég veit ekki hvort að hann haldi að hann sé hestur núna, Steinn má fara á bak á honum og það er alltaf stuð á honum,“ segir Ingólfur. Steinn Þorri, Lambi og Inga Lillý.Vísir/RAX Hann segir að nafnið Páll Stefánsson hafi verið einhver einkahúmor fjölskyldunnar en flestir kalla hann þó alltaf Lamba. Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Þó að Lambi haldi stundum að hann sé einn af hestunum, er hann samt líka oft eins og einn af hundunum á bænum. „Ef hann er í rolluhópnum þá er hann sá eini sem er hægt að nálgast eða kalla á, hann kemur bara eins og hundur,“ segir Ingólfur. Frændsystkinin Steinn Þorri og Inga Lillý eru ótrúlega góðir félagar, nánast eins og systkini. Vísir/RAX
RAX Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01 Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Fleiri fréttir Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sjá meira
Hálendið vaknar af vetrardvala Fátt hefur minnt á sumar víðast hvar á landinu fyrri hluta júní. Kalt hefur verið víða og hafa bændur norðan heiða áhyggjur af fé á fjöllum í kuldakastinu. 14. júní 2021 14:01
Magnaðar myndir af nýja hrauninu í Nátthaga Það var mikið sjónarspil á gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina þegar hraun rann yfir vestari varnargarðana við gosstöðarnar og út í Nátthaga. Björgunarsveitarmaður í Grindavík segir fátt annað fréttnæmt hafa átt sér stað um helgina en hann hvetur forvitna gesti til að vera vel búnir áður en þeir leggja af stað upp að eldgosinu. 7. júní 2021 14:57