Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:01 Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Borgin sendi ON bréf í dag um að slökkt yrði á stöðvunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber. Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber.
Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira