Ísorka hafnar ábyrgð á að slökkt verði á hleðlustöðvum Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 18:01 Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Borgin sendi ON bréf í dag um að slökkt yrði á stöðvunum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Ísorku hafnar því að kvörtun fyrirtækisins sé orsök þess að Orka náttúrunnar ætlar að taka straum af á annað hundrað hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík. Hann segir Reykjavíkurborg rót vandans. Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber. Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira
Fyrr í dag tilkynnti Orka náttúrunnar að félagið ætlaði að taka straum af 156 götuhleðslustöðvum sem það hefur sett upp víða í Reykjavík á mánudaginn. Ástæðan væri kvörtun Ísorku undan því að stöðvarnar væru öllum opnar og án endurgjalds. Óvíst sé hvenær verði hægt að hleypa straumi aftur á stöðvarnar. Í yfirlýsingu frá Sigurði Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ísorku, hafnar hann því alfarið að fyrirtæki hans beri ábyrgð á því að straumur verði tekinn af hleðslunum. Ísorka hafi hvergi lagt fram kvörtun eða kröfu um að slökkt verði á stöðvunum. „Ísorku er það alveg að meinalausu að stöðvarnar standi og hlaði bíla rafbílaeigenda þar til Reykjavíkurborg býður út að nýju,“ segir í yfirlýsingu hans. Samingur borgarinnar og ON óvirkur frá 11. júní Uppruna deilnanna má rekja til þess að Reykjavíkurborg bauð út uppsetningu og rekstur á götuhleðslum fyrir rafbíla. Tók borgin tilboði Orku náttúrunnar. Ísorka kærði útboðið en á meðan kærunefnd útboðsmála hafði kæruna til skoðunar setti Orka náttúrunnar hleðslustöðvarnar upp. Fyrir tveimur vikum komst kærunefndin svo að þeirri niðurstöðu að borgaryfirvöld hefðu átt að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Samingur borgarinnar við Orku náttúrunnar var úrskurðaður óvirkur frá 11. júní þegar úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp og borginni var gert að bjóða uppsetningu og rekstur stöðvanna út aftur. Þá þarf borgin að greiða fjórar milljónir króna í stjórnvalddssekt og talin bótaskyld gagnvart Ísorku. Orka náttúrunnar sagði í tilkynningu sinni í að dag að fyrirtækið hefði fengið bréf frá Reykjavíkurborg í morgun um að „vegna athugasemda Ísorku“ telji borgin nauðsynlegt að óska eftir því að Orka náttúrunnar rjúfi straum til stöðvanna. Borgin hafi þó einnig óskað eftir því að réttaráhrifum úrskurðar nefndarinnar verði frestað. Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku. Hafa fengið haturspósta og símtöl Í samtali við Vísi segir Sigurður framkvæmdastjóri Ísorku þó að fyrirtæki hans hafi ekki lagt fram neina nýja kvörtun eða athugasemd við hleðslustöðvarnar, hvað þá að það hafi krafist þess að slökkt verði á þeim. Hann hafi fyrst lesið um að slökkva ætti á stöðvunum í fjölmiðlum í dag. „Við höfum ekki átt nein samskipti við borgina út af þessu þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við Orku náttúrunnar út af þessu máli. Við höfum ekki átt nein samskipti við kærunefndina frá því að úrskurður féll,“ segir hann og harmar og Ísorka hafi verið gert ábyrgt fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að láta slökkva á stöðvunum. Sigurður segir að Ísorku hafi borist haturspóstar og símtöl vegna tilkynningar Orku náttúrunnar í dag og að starfsfólk hans hafi mátt þola fúkyrði og dónaskap. „Mér finnst það frekar fúlt en ég treysti á að það rétta komi í ljós,“ segir hann. Vonast Sigurður til þess að fólk beini hvorki reiði sinni að Ísorku né Orku náttúrunnar og að borgin bjóði framkvæmdina út aftur sem fyrst eins og henni ber.
Reykjavík Orkumál Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Sjá meira