„Partíið er byrjað“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 20:00 Guðvarður Gíslason, Andrea Jónsdóttir og Jón Bjarni Steinsson. STÖÐ2 Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira