Appelsínugular viðvaranir eru enn í gildi á Norðurlandi en falla úr gildi fyrir hádegi og verða þá gular þar til klukkan 15. Mikil sól verður fyrir norðan þrátt fyrir hvassviðrið og hiti á bilinu 13 til 19 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu má búast við glampandi sól í allan dag þangað til fer að skýja nokkuð í kvöld. Þar verður einnig mun hægari vindur en á norðurlandi þó það verði ekki eins hlýtt en hitinn verður í kring um 13 stig allan daginn.

Gul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi og fellur hún ekki úr gildi fyrr en klukkan 16 í dag. Þar geta vindhviður náð allt að 30 metrum á sekúndu við fjöll og geta aðstæður þar verið hættulegar fyrir vegfarendur með aftanívagna.
Þrátt fyrir mikið hvassviðri þar verður líkt og annars staðar glampandi sól og allt að 21 stiga hiti.
Það hlýnar svo því austar sem haldið er á landinu og verður hlýjast á Egilsstöðum í dag þar sem hitinn ætti að fara upp í 24 stig.