Sterkt samstarf frændþjóða Oddný Harðardóttir skrifar 26. júní 2021 12:31 Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Norðurlandaráð Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Frá flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði: Heimsfaraldurinn hefur valdið truflunum í daglegu lífi margra, bæði almennings og fyrirtækja þvert á landamæri Norðurlanda. Þess vegna er mikilvægt að við á Norðurlöndum sameinumst í þróun og framleiðslu bóluefna, svo að við séum tilbúin til að opna samfélögin okkar fljótt næst þegar við stöndum frammi fyrir útbreiðslu hættulegrar farsóttar. Í fyrsta skipti í heila öld stendur heimurinn frammi fyrir heimsfaraldri. Lönd heimsins hafa brugðist á mismunandi hátt við þeim áskorunum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér. Á Norðurlöndum hefur okkur almennt gengið vel. Fáir hafa látist vegna veirunnar og hagkerfi flestra Norðurlanda virðast ætla að komast í gegnum kreppuna án mikilla áfalla. Við getum verið stolt af því. Við sjáum ljós við enda ganganna. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sýnt fram á að við á Norðurlöndum erum ekki nógu vel sett hvað varðar þróun og framleiðslu bóluefna og upp á aðra komin, en það þarf ekki endilega að vera raunin til framtíðar. Á Norðurlöndum er löng hefð fyrir öflugum lyfjageira og hátt menntunarstig okkar veitir aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Opinberu velferðarkerfin í löndunum okkar hafa kappkostað að skapa sem mestan samfélagslegan ávinning í stað þess að einblína einungis á sem mestan gróða. Danski forsætisráðherrann, Mette Frederiksen, finnski forsætisráðherrann, Sanna Marin, sænski viðskipta- og iðnaðarráðherrann Ibrahim Baylan og Anna Hallberg utanríkis- og samvinnuráðherra hafa lagt til að Norðurlöndin sameinist um að koma á fót og fjármagna þróun og framleiðslu sameiginlegs norræns bóluefnis. Sænska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því sama. Við í flokkahópi jafnaðarmanna sjáum fram á mikinn ávinning í því og vonum því að öll Norðurlöndin styðji tillöguna. Það er nefnilega mikilvægt að skilja að við þurfum að búa okkur undir það að Covid-19 getur verið eitthvað sem við munum búa við í mörg ár. Þrátt fyrir að flestir íbúar Norðurlandanna verði fljótlega full bólusettir, getur vírusinn stökkbreyst í afbrigði sem bóluefnin virka ekki vel á. Þess vegna verður áframhaldandi þörf á að þróa ný bóluefni sem geta virkað gegn nýjum stökkbreytingum veirunnar. Við á Norðurlöndum stefnum að því metnaðarfulla markmiði að vera samofnasta svæðið í heiminum. Vinnumarkaðir okkar og velferðarkerfi eru svo svipuð að náið samstarf væri mikill styrkur og fyrirmynd margra um allan heim. Þess vegna verðum við líka að gera það sem við getum til að tryggja að við þurfum ekki að loka landamærunum endurtekið vegna nýrra stökkbreytinga veirunnar. Við verðum að standa saman og nýta styrkleika hvors annars svo við getum þróað og framleitt nægilegt bóluefni og getum fljótt og örugglega bólusett íbúa Norðurlandanna þegar þörf krefur. Í framtíðinni gæti heimurinn þurft að loka aftur vegna nýrra stökkbreytinga, en á Norðurlöndum viljum við vera í stakk búin til að bólusetja íbúana fljótt svo við getum að minnsta kosti opnað lönd okkar hvert fyrir öðru. Við þær aðstæður gætum við kannski ekki farið í frí til Spánar eða Ítalíu en við gætum farið til Grænlands, Finnlands eða Danmerkur. Það mun einnig veita aukið öryggi fyrir fyrirtæki og fyrir fólk sem ferðast milli landanna vegna vinnu eða náms. Á sama tíma munum við á Norðurlöndum enn og aftur geta sýnt fram á að samstarf nágranna er styrkur fyrir okkur öll. Höfundur er Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar og fulltrúi Samfylkingarinnar í Flokkahópi jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun