Samsæriskenningin sem reyndist sönn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. júní 2021 12:30 Elva Björk hræðist að þrátt fyrir vitnisburðinn og #FreeBritney herferðir og mótmæli, verði söngkonan áfram föst í sömu aðstæðum. Samsett/Vísir-Getty „Þetta var bara bomba,“ segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur um vitnisburð söngkonunnar Britney Spears fyrir helgi. Elva Björg heldur úti hlaðvarpinu Poppsálin og fór hún yfir Britney málið í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Hún byrjar á að tala um að hún sé hreinlega búin að ljúga að umheiminum og að henni líði bara hreinlega hræðilega illa og að henni sé haldið fanginni heima hjá sér og fái ekkert um sitt líf að segja.“ Britney talar um mansal í ræðu sinni, en hljóðupptakan var aðgengileg í beinni og fór kjölfarið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fjölskylda söngkonunnar hefur notfært sér frægð hennar og fjármuni og gæti því málið talist sem ákveðin tegund af mansali að mati Elvu Bjargar. „Ég held að það séu komin þrettán ár af þessu.“ Eðlilegt að vera í uppnámi Söngkonan talaði um að hún vildi helst kæra föður sinn og þráir að fá frelsi til að ráða lífi sínu sjálf. „Ég hlustaði á þetta live og mér fannst hún þónokkuð skýr. Ég er aðeins búin að heyra í umræðunni að fólki fannst hún tala of hratt.“ Það þurfti að skrifa niður allt sem hún sagði svo því var Britney beðin að hægja aðeins tali sínu. Elva Björg er ekki sammála því að vitnisburðurinn muni skaða mál söngkonunnar. Eins og kom fram hér á Vísi telja Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar í málflutningi sínum fyrir dómstólum hafi ekki verið henni til hagsbóta. „Auðvitað er konan í uppnámi, hvað annað, þú ert búin að vera frelsissvipt í þrettán ár. Það sem er líka svolítið áhugavert í þessu er að þetta er alveg gríðarlega erfitt. Það er erfitt að losna undan þessu frelsissvipta ákvæði sem hún er föst undir.“ Lengi að komast á #FreeBritney vagninn Elva Björg segir að fyrst að svona fræg og valdamikil kona geti lent í þessu, sé þetta sannarlega líka að gerast fyrir fólk í jaðarsettari hópum, fólk með minni völd. „Ég held að þetta sé staðan. Þetta er samsæriskenning sem er sönn. Ég trúi venjulega ekki á samsæriskenningar og var lengi sjálf að koma mér á #FreeBritney vagninn. Ég bara trúði því ekki að þetta væri hægt.“ Ekki er vitað hver niðurstaða málsins verður og Elva Björg hræðist að ekkert gerist í máli söngkonunnar. „En nú heyrðum við í fyrsta skipti hvað hún er að segja.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Bítið Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
„Hún byrjar á að tala um að hún sé hreinlega búin að ljúga að umheiminum og að henni líði bara hreinlega hræðilega illa og að henni sé haldið fanginni heima hjá sér og fái ekkert um sitt líf að segja.“ Britney talar um mansal í ræðu sinni, en hljóðupptakan var aðgengileg í beinni og fór kjölfarið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fjölskylda söngkonunnar hefur notfært sér frægð hennar og fjármuni og gæti því málið talist sem ákveðin tegund af mansali að mati Elvu Bjargar. „Ég held að það séu komin þrettán ár af þessu.“ Eðlilegt að vera í uppnámi Söngkonan talaði um að hún vildi helst kæra föður sinn og þráir að fá frelsi til að ráða lífi sínu sjálf. „Ég hlustaði á þetta live og mér fannst hún þónokkuð skýr. Ég er aðeins búin að heyra í umræðunni að fólki fannst hún tala of hratt.“ Það þurfti að skrifa niður allt sem hún sagði svo því var Britney beðin að hægja aðeins tali sínu. Elva Björg er ekki sammála því að vitnisburðurinn muni skaða mál söngkonunnar. Eins og kom fram hér á Vísi telja Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar í málflutningi sínum fyrir dómstólum hafi ekki verið henni til hagsbóta. „Auðvitað er konan í uppnámi, hvað annað, þú ert búin að vera frelsissvipt í þrettán ár. Það sem er líka svolítið áhugavert í þessu er að þetta er alveg gríðarlega erfitt. Það er erfitt að losna undan þessu frelsissvipta ákvæði sem hún er föst undir.“ Lengi að komast á #FreeBritney vagninn Elva Björg segir að fyrst að svona fræg og valdamikil kona geti lent í þessu, sé þetta sannarlega líka að gerast fyrir fólk í jaðarsettari hópum, fólk með minni völd. „Ég held að þetta sé staðan. Þetta er samsæriskenning sem er sönn. Ég trúi venjulega ekki á samsæriskenningar og var lengi sjálf að koma mér á #FreeBritney vagninn. Ég bara trúði því ekki að þetta væri hægt.“ Ekki er vitað hver niðurstaða málsins verður og Elva Björg hræðist að ekkert gerist í máli söngkonunnar. „En nú heyrðum við í fyrsta skipti hvað hún er að segja.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Bítið Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13 „Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Timberlake og aðrar stjörnur lýsa yfir stuðningi við Britney Margir þekktir einstaklingar hafa stigið fram á samfélagsmiðlum í kjölfar vitnisburðar tónlistarkonunnar Britney Spears í gær og lýst yfir stuðningi við hana. 24. júní 2021 07:13
„Ég hef logið því að heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ Britney Spears tjáði sig í dag í fyrsta skipti opinberlega um líf sitt undir ákvörðunarvaldi föður síns frá því að hún var svipt sjálfræði árið 2008. Hún kom fyrir dómara í Los Angeles í dag í opnum réttarhöldum þar sem hún fer fram á að endurheimta sjálfræði sitt. 23. júní 2021 22:19
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31