Húsleit hjá blaðamönnum sem ljóstruðu upp um ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2021 11:34 Roman Badanin, aðalritstjóri Proekt. Hann er sagður hafa stöðu grunaðs manns í rannsókn í ærumeiðingarmáli sem tengist heimildarmynd sem hann gerði um kaupsýslumann í Pétursborg árið 2017. AP/Evgení Feldman Rússnesk yfirvöld gerðu húsleit á heimilum nokkurra rannsóknarblaðamanna og ættingja þeirra í morgun rétt áður en þeir birtu frétt um meint auðæfi innanríkisráðherra landsins. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín þjarmar nú að frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni í aðdraganda þingkosninga. Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust. Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Húsleitin beindist að ritstjóra og blaðamönnum Proekt, fréttasíðu sem stundar rannsóknarblaðamennsku. Lögreglumenn leituðu í íbúð Romans Badanin, aðalritstjóra, og Mariu Zholobovu, blaðamanns miðilsins. Þá fóru lögreglumennirnir um heimili foreldra Mikhails Rubin, aðstoðarritstjóra. Rubin var sjálfur tekinn höndum nærri íbúð Zholobovu og færður heim til foreldra sinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Proekt sagði á samfélagsmiðlinum Telegram að húsleitin hefði verið gerð eftir að fjölmiðilinn boðaði birtingu á rannsókn á meintum auðæfum Vladímírs Kolokoltsev, innanríkisráðherra. Umfjöllunin birtist á vefnum skömmu eftir að húsleitin hófst. Síðar sagði vefmiðillinn að húsleitin á að minnsta kosti tveimur staðanna tengdist meiðyrðamáli kaupsýslumanns í Pétursborg vegna heimildarmyndar Badanin og Zholobovu frá 2017 þar sem hann var bendlaður við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórn Pútín forseta hefur háð harða herferð gegn frjálsum fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni undanfarnar vikur. Fjöldi stjórnrandstæðinga hefur sætt handtökum og húsleit. Þá voru Meduza og VTimes, tveir sjálfstæðir fjölmiðlar, lýstir „erlendir útsendarar“ en það hefur í för með sér aukið eftirlit yfirvalda. VTimes var lokað í kjölfarið en aðstandendur Meduza hófu hópfjármögnun til þess að bjarga miðlinum. Þá voru samtök Alexei Navalní, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, gegn spillingu lýst ólögleg öfgasamtök nýlega. Skilgreiningin þýðir að fólk sem hefur tengst samtökunum getur ekki boðið sig fram til þingkosninga sem fara fram í haust.
Rússland Tengdar fréttir Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05 Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46 Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. 11. júní 2021 13:05
Samtök Navalnís lýst ólögleg öfgasamtök Borgardómstóll í Moskvu féllst í dag á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi, ólögleg öfgasamtök. Það hefur það í för með sér að meðlimir samtakanna mega ekki bjóða sig fram í þingkosningum í landinu í september. 9. júní 2021 21:46
Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. 12. maí 2021 09:42