Átti von á að fá byssukúlu í bakið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 15:09 Kaffistofa Samhjálpar í Borgartúni. Vísir/ArnarHalldórs Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Það var á tólfta tímanum sem lögregla fékk tilkynningu um að karlmaður væri vopnaður byssu við kaffistofuna sem er spölkorn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Fréttastofu barst ábending um að Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri áfangaheimilisins Verndar fyrir fanga, hefði verið sá sem ógnað var. Þráinn staðfestir það í samtali við Vísi og féllst á að lýsa atburðarásinni eins og hún horfði við honum. Hann hefði starfs síns vegna verið á staðnum að ræða við mann í porti við kaffistofuna þegar byssumanninn bar að garði. Þekkir marga en ekki þennan „Þar sem ég er staddur í þessu porti, og er að ræða þar við mann, þá kemur allt í einu maður gangandi inn í portið mjög hröðum skrefum. Hann er með skammbyssu á lofti,“ segir Þráinn sem var augljóslega brugðið. „Ég auðvitað get ekkert lesið öðruvísi í aðstæður en hann sé kominn til að nota skammbyssuna.“ Fjöldi fólks sækir í aðstoð Samhjálpar á degi hverjum.Vísir/ArnarHalldórs Draga mætti þá ályktun að Þráinn þekkti líklega til mannsins, vegna starfa sinna með afbrotamönnum. Svo var þó ekki. „Ég þekki auðvitað flesta sem að fara í gegnum svona kerfi en ég kannaðist ekki við þennan,“ segir Þráinn. Hann er með byssu! Karlmaðurinn sem Þráinn var að spjalla við öskraði að maður væri með skammbyssu. Við það hafi komið fát á hann eitt augnablik. „Við flúðum á bak við bíl og biðum af okkur smá stund þar. Svo hlupum við inn í kaffistofuna. Þá kemur styggð að honum og hann fer aftur út úr portinu,“ segir Þráinn. Hann hafi notað tækifærið og hringt í lögreglu. Um leið hafi hann fylgst með manninum í gegnum rimlana. „Eftir smástund kemur hann bara hlaupandi aftur inn í portið með skammbyssuna á lofti. Þá var bara tekin ákvörðun um að loka, nota hurð á stórum kæli til að loka þeim möguleika að hann kæmist inn.“ Maðurinn hafi svo farið af vettvangi. Þráinn segir að honum og fjölmörgum öðrum á svæðinu hafi ekki verið létt fyrr en lögregla staðfesti að maðurinn hefði verið handtekinn. „Auðvitað er fullt af fólki á staðnum sem verður skelkað og hrætt.“ Rauðagerðismálið í fersku minni Þráinn segist hafa búist við að fá kúlu í bakið. „Ef maður hleypur í burtu frá manni vopnuðum skammbyssu þá á maður ekki von á öðru en að hann sé kominn til að gera eitthvað.“ Lögregla staðfesti við Vísi að skammbyssan hefði verið hlaðin. Þráinn segist ekki hafa verið meðvitaður um hvort alvöru vopn væri að ræða eða ekki, og þá hvort byssan væri hlaðin. Hann hafi þó ekki velt því fyrir sér á þeim tíma sem hann flúði undan byssumanni. Frá vettvangi morðsins í Rauðagerði.Vísir Morðið í Rauðagerði fyrr á árinu er fólki enn í fersku minni. Þar var manni ráðinn bani með skammbyssu fyrir utan heimili sitt. „Það rennur yfir mann um leið og maður sér svona atburðarás fara af stað. Af þessu stafar gríðarleg ógn og ótti, viðbrögðin eru í samræmi við það.“ Hann segist reglulega verða var við hnífa í umferð. Byssur sjái hann aðeins á gæsaveiðum. „Allt í einu verður heimurinn öðruvísi.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira