Telur mögulega saknæmt að henda sýnum kvenna með einkenni krabbameins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 23:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, gagnrýnir Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana fyrir að hafa hent leghálssýnum kvenna með einkenni leghálskrabbameins. Vísir Fæðinga- og kvensjúkdómalæknir segir að Samhæfingarmiðstöð krabbameinsskimana Heilsugæslunnar hafa gert lítið úr konum, sem sýnt hafa einkenni leghálskrabbameins, með því að hafa hent sýnum þeirra. Hún veltir því fyrir sér hvort förgun slíkra sýna sé mögulega saknæm. „Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
„Þetta er algerlega fádæmalegt atvik og þetta er ekki eitt sýni heldur fleiri sem hefur verið hent. Ég leyfi mér að velta því fyrir mér hvort þetta sé saknæmt athæfi,“ sagði Ebba Margrét Magnúsdóttir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og fyrrverandi formaður Læknaráðs Landspítala, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún segir ekki bara gert lítið úr þeim sem séu með einkenni leghálskrabbameins heldur líka úr þeim sérfræðilæknum sem hafi metið það nauðsynlegt að taka og greina sýnin. „Mörgum vikum síðar hafa læknar verið að fá tölvupósta þess efnis að samkvæmt einhverjum verkferlum, sem settir voru upp og teknir upp erlendis frá, sé sýnið ekki innan þess ramma og því sé því hent. Þeir sem taka þessa ákvörðun sjá ekki sögu sjúklingsins, hafa ekki skoðað upp í leghálsinn og vita ekki fyrri sögu.“ Segir ábyrgðaraðila verða að axla ábyrgð Mikla athygli vakti á dögunum þegar kona, sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins, fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. „Flutningur á leghálssýnunum er lagert klúður. Það er eitt að skima einkennalausa konu á þriggja ára fresti frá 23 ára og svo frá þrítugu á fimm ára fresti, og þessi nýja aðferð að mæla HPV veiru er í sjálfu sér gott skref. Það sem við erum að mótmæla er að konur sem eru með einkenni, blæðingar eftir samfarir, verki fái ekki sýnin sín skoðuð,“ segir Ebba. „Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessum stofnunum, verða að axla ábyrgð og stöðva þetta.“ „Heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs og skammaði lækna fyrir að tjá sig“ Hún gagnrýnir jafnframt heilbrigðisráðherra fyrir viðbrögð hennar við umkvörtunum lækna. „Þegar heilbrigðisráðherra kom á fund Læknaráðs skammaði hún lækna fyrir að tjá sig. Í síðustu viku fóru læknar með kvartanir inn í ráðuneytið, hún gat ekki hitt þá. Núna heyrist ekki hósti eða stuna frá öllum þessum stjórnendum,“ segir Ebba. „Það er búið að tala um þetta mál í hálft ár og þetta er í mjög miklum ólestri enn þá en það axlar enginn ábyrgð. Ég kalla eftir því, og hef verið að gera það, að þetta fólk standi í lappirnar og sinni sínu starfi.“ „Íslenskar konur og raddir þeirra eru sterkari en svo“ Hún segir það ljóst að sé einhver brotalöm á því að verið sé að henda sýnum þá verði yfirmenn þeirra sem það gera að veita þeim áminningu. „Við erum að tala um líf fólks og það er sorglegt að á 21. öldinni, að afturför sé á heilbrigði kvenna. Svo kemur í ljós í fréttum í morgun að heilbrigðisráðherra ætlar að leggja fram peninga svo heilsugæslan eigi að sinna kynheilbrigði. Ég get ekki séð að heilsugæslan hafi getað tekið að sér þetta verkefni með sóma, hvað þá hitt,“ segir Ebba. Hún segir jafnframt að Félag fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafi fundað með fulltrúum Embættis landlæknis og fulltrúum heilsugæslunnar þar sem læknarnir lýstu yfir óánægju sinni með afgreiðslu leghálsskimana. „Engu að síður fáum við lítil viðbrögð við þeim kvörtunum. Þetta er pólitísk ákvörðun og stjórnsýslan sem ætlar að breyta þessu og þagga þeta í hel. En ég held að íslenskar konur og raddir þeirra séu sterkari en svo.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira