Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 11:13 Eric Adams var með forystu í fyrstu tölum á kosninganótt í síðustu viku. Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir um tvær vikur. AP/Kevin Hagen Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur. Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur.
Bandaríkin Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira