Mætir KR og ætlar svo að læra hratt á ítalska boltann, veðrið og menninguna Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 13:31 Brynjar Ingi Bjarnason í leiknum við Pólverja þar sem segja má að hann hafi endanlega skotið sér út í atvinnumennsku. Getty/Boris Streubel Brynjar Ingi Bjarnason fann fyrir miklum áhuga eftir markið sem hann skoraði gegn Pólverjum. Hann nær kveðjuleik með KA gegn KR næsta mánudag áður en hann flytur til Ítalíu til að spila með liði Lecce næstu árin. Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“ Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Þetta sagði Brynjar í samtali við Vísi í dag eftir að ítalska B-deildarfélagið tilkynnti að það hefði samið við Brynjar til næstu þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Svíþjóðarmeistarar Malmö, með hinn íslenskættaða Jon Dahl Thomasson í brúnni, höfðu einnig hug á að fá Brynjar en á endanum samdi þessi 21 árs gamli miðvörður við Lecce og kveðst hæstánægður með þá niðurstöðu. Brynjar segist hafa stefnt á að komast í atvinnumennsku í ár með því að eiga gott tímabil með KA en að hjólin hafi heldur betur farið að snúast eftir að hann lék sína fyrstu landsleiki fyrir mánuði, og sérstaklega eftir að hann skoraði gegn Pólverjum. „Þetta er draumastaða. Þetta er það sem að maður æfir fyrir. Eftir að ég kom heim úr landsliðsferðinni skoðaði ég alla valmöguleika og þess vegna tók þetta svona langan tíma. Það kom mikill áhugi, sérstaklega eftir Póllandsleikinn,“ segir Brynjar en áhugi Malmö og Lecce var hins vegar mestur. „Markmiðið var að taka þessa leiktíð með trompi og það var í raun ætlunin að komast í atvinnumennsku eftir tímabilið,“ segir Brynjar. Mikil breyting og holl samkeppni Lecce er í samnefndum bæ á suðausturodda Ítalíu. Brynjar ætlar sér að vera fljótur að aðlagast nýju umhverfi: „Þetta er mikil breyting hvað allt umhverfið varðar og maður þarf að nýta undirbúningstímabilið vel til að aðlagast hlutunum; venjast veðrinu og boltanum þarna, og grípa alla menningu sem fyrst,“ segir Brynjar sem er því meðal annars á leið í ítölskunám. Lecce var nálægt því að vinna sér sæti í ítölsku A-deildinni í vor en tapaði í undanúrslitum umspilsins. Brynjar ætlar að sjálfsögðu að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu: „Það eru nokkrir kostir í varnarlínunni og eins og þetta horfir við mér þá verð ég þarna í hollri samkeppni. Það eru þarna eldri og reyndari menn sem maður getur lært af, en ef maður gerir sitt þarna þá kemst maður vonandi inn í liðið fljótt.“
Ítalski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira