Myndband af atvikinu fór sem eldur um sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla um helgina. Á því sást konan, sem hélt á skilti og virtist reyna að ná athygli myndatökumanns, halla sér í veg fyrir hóp hjólreiðamannanna sem kom aðvífandi. Einn þeirra rakst á konuna, féll í jörðina og úr varð meiriháttar árekstur.
Konan flúði vettvang en Reuters-fréttastofan segir að hún hafi nú verið handtekin eftir að hún gaf sig fram á lögreglustöð í Landerneau í Bretagne-héraði á norðvestur Frakklandi.
Skipuleggjendur Tour de France höfðu hótað því að stefna konunni vegna árekstursins.