Samningur Lionel Messi við Barcelona rann út í dag, 1. júlí. Hvernig getur það verið að einn albesti knattspyrnumaður allra tíma sé samningslaus og hvað ætli framtíðin beri í skauti sér? The Athletic tók saman hvað hefur gengið á og hvað hefur verið sagt í kringum samningsmál Lionel Messi. Ljóst er að Argentínumaðurinn ætlaði sér að yfirgefa Börsunga síðasta sumar. Þar sem tímabilinu lauk ekki á réttum tíma vegna kórónuveirunnar þá var klásúla sem Messi hefði getað nýtt sér til að rifta samningi sínum útrunnin og stjórn Barcelona neitaði að samþykkja bón hans. Hann spilaði því með Barcelona í vetur undir stjórn Ronald Koeman sem lét Messi vita skömmu eftir að hann tók við að leikmaðurinn myndi ekki njóta sömu forréttinda og áður. Eftir slæma byrjun virtust Börsungar hafa rétt úr kútnum en á endanum verður tímabilið að flokkast sem vonbrigði. Liðið datt út gegn París-Saint Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að spila ágætlega. Einnig fataðist Börsungum flugið heima fyrir undir lok tímabils og enduðu í 3. sæti La Liga en það jákvæða var að félagið vann 4-0 sigur á Athletic Bilbao í úrslitum spænska Konungsbikarsins. Þá hafði Joan Laporta betur gegn Josep Maria Bartomeu í baráttunni um forsetastól félagsins en Messi var einkar illa við þann síðarnefnda. Laporta vill ólmur halda Messi hjá félaginu en hefur viðurkennt að skuldastaða þess sé slæm og Messi geti ekki verið áfram á sama samning og áður. Hvergi hefur komið fram hvort Messi hafi fengið samning í hendurnar en hann hefur allavega ekki skrifað undir neitt og er nú samningslaus. Laporta er mjög bjartsýnn og hefur sagt oftar en einu sinni að hann reikni með því að Messi skrifi undir fyrr heldur en síðar. Á hann að hafa sagt meðlimum stjórnar Barcelona aðeins nokkrum dögum áður en samningurinn rann út að hann vonaðist til þess að Argentínumaðurinn myndi skrifa undir hjá félaginu og vera áfram í herbúðum þess næstu árin. „Ég vildi að ég gæti fært ykkur þær gleðifréttir,“ ku Laporta hafa sagt á fundinum. Ljóst er að Messi skrifar ekki undir neitt á næstu dögum en hann er staddur í Brasilíu með argentíska landsliðinu þar sem Suður-Ameríkubikarinn fer fram. Hefur Messi farið fyrir sínum mönnum á mótinu ásamt því að slá leikjamet hjá argentíska landsliðinu. Ætlaði alltaf að bíða þangað til tímabilinu væri lokið Messi sjálfur hefur alltaf ætlað að bíða þangað til tímabilinu væri lokið áður en hann myndi taka ákvörðun. Hann tjáði sig síðast opinberlega í desember er hann ræddi við spænska blaðamanninn Jordi Evole. Messi var hins vegar mun glaðlegri eftir að Laporta tók við sem forseti félagsins. Hann virtist einnig njóta þess að spila með efnilegum leikmönnum á borð við Ansu Fati og Pedri en um er að ræða tvö efnilegustu leikmenn Spánar. Ættu þeir að spila stóra rullu hjá félaginu næstu árin. Argentíski snillingurinn hefur þó forðast fjölmiðla síðan í desember og gaf til að mynda ekki kost á viðtali eftir að skora tvívegis í úrslitum bikarsins. Þá var Messi mjög ánægður er landi hans Sergio Agüero samdi við Barcelona þó tímaskyn framherjans sé ekki Messi að skapi. Sergio Aguero on his relationship with Leo Messi pic.twitter.com/I32zfo1ceZ— B/R Football (@brfootball) May 14, 2021 Hvað næst? Barcelona hefur þegar hafið undirbúning fyrir næsta tímabil en samið hefur verið við Emerson Royal, Eric Garcia, Memphis Depay og Agüero. Reiknað var með Georginio Wijnaldum en hann valdi PSG á endanum. Ætli liðið sér að sækja fleiri leikmenn í sumar er ljóst að það þarf að selja á móti. Virðist sem framtíð Philippe Coutinho, Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Clement Lenglet, Junior Firpo og Miralem Pjanic sé ráðin en óvíst er hversu mikið félagið getur fengið fyrir þá enda flestir á himinháum launum. Hvað varðar brottför Messi frá Katalóníu virðist París vera eini líklegi áfangastaðurinn en Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur sagt að hans heitasta ósk sé að Messi endi ferilinn hjá Barcelona. Talið er að Messi sé ekki endilega að horfa í peninginn sem hann fær í vasann heldur vill hann að Börsungar séu samkeppnishæfir í öllum keppnum. Á vefsíðu Barcelona er enn hægt að kaupa treyjur með Messi og 10 á bakinu. Það verður svo einfaldlega að koma í ljóst hvort Messi sjálfur verði í treyjunni á Camp Nou þegar fer að hausta. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti
The Athletic tók saman hvað hefur gengið á og hvað hefur verið sagt í kringum samningsmál Lionel Messi. Ljóst er að Argentínumaðurinn ætlaði sér að yfirgefa Börsunga síðasta sumar. Þar sem tímabilinu lauk ekki á réttum tíma vegna kórónuveirunnar þá var klásúla sem Messi hefði getað nýtt sér til að rifta samningi sínum útrunnin og stjórn Barcelona neitaði að samþykkja bón hans. Hann spilaði því með Barcelona í vetur undir stjórn Ronald Koeman sem lét Messi vita skömmu eftir að hann tók við að leikmaðurinn myndi ekki njóta sömu forréttinda og áður. Eftir slæma byrjun virtust Börsungar hafa rétt úr kútnum en á endanum verður tímabilið að flokkast sem vonbrigði. Liðið datt út gegn París-Saint Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir að spila ágætlega. Einnig fataðist Börsungum flugið heima fyrir undir lok tímabils og enduðu í 3. sæti La Liga en það jákvæða var að félagið vann 4-0 sigur á Athletic Bilbao í úrslitum spænska Konungsbikarsins. Þá hafði Joan Laporta betur gegn Josep Maria Bartomeu í baráttunni um forsetastól félagsins en Messi var einkar illa við þann síðarnefnda. Laporta vill ólmur halda Messi hjá félaginu en hefur viðurkennt að skuldastaða þess sé slæm og Messi geti ekki verið áfram á sama samning og áður. Hvergi hefur komið fram hvort Messi hafi fengið samning í hendurnar en hann hefur allavega ekki skrifað undir neitt og er nú samningslaus. Laporta er mjög bjartsýnn og hefur sagt oftar en einu sinni að hann reikni með því að Messi skrifi undir fyrr heldur en síðar. Á hann að hafa sagt meðlimum stjórnar Barcelona aðeins nokkrum dögum áður en samningurinn rann út að hann vonaðist til þess að Argentínumaðurinn myndi skrifa undir hjá félaginu og vera áfram í herbúðum þess næstu árin. „Ég vildi að ég gæti fært ykkur þær gleðifréttir,“ ku Laporta hafa sagt á fundinum. Ljóst er að Messi skrifar ekki undir neitt á næstu dögum en hann er staddur í Brasilíu með argentíska landsliðinu þar sem Suður-Ameríkubikarinn fer fram. Hefur Messi farið fyrir sínum mönnum á mótinu ásamt því að slá leikjamet hjá argentíska landsliðinu. Ætlaði alltaf að bíða þangað til tímabilinu væri lokið Messi sjálfur hefur alltaf ætlað að bíða þangað til tímabilinu væri lokið áður en hann myndi taka ákvörðun. Hann tjáði sig síðast opinberlega í desember er hann ræddi við spænska blaðamanninn Jordi Evole. Messi var hins vegar mun glaðlegri eftir að Laporta tók við sem forseti félagsins. Hann virtist einnig njóta þess að spila með efnilegum leikmönnum á borð við Ansu Fati og Pedri en um er að ræða tvö efnilegustu leikmenn Spánar. Ættu þeir að spila stóra rullu hjá félaginu næstu árin. Argentíski snillingurinn hefur þó forðast fjölmiðla síðan í desember og gaf til að mynda ekki kost á viðtali eftir að skora tvívegis í úrslitum bikarsins. Þá var Messi mjög ánægður er landi hans Sergio Agüero samdi við Barcelona þó tímaskyn framherjans sé ekki Messi að skapi. Sergio Aguero on his relationship with Leo Messi pic.twitter.com/I32zfo1ceZ— B/R Football (@brfootball) May 14, 2021 Hvað næst? Barcelona hefur þegar hafið undirbúning fyrir næsta tímabil en samið hefur verið við Emerson Royal, Eric Garcia, Memphis Depay og Agüero. Reiknað var með Georginio Wijnaldum en hann valdi PSG á endanum. Ætli liðið sér að sækja fleiri leikmenn í sumar er ljóst að það þarf að selja á móti. Virðist sem framtíð Philippe Coutinho, Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Clement Lenglet, Junior Firpo og Miralem Pjanic sé ráðin en óvíst er hversu mikið félagið getur fengið fyrir þá enda flestir á himinháum launum. Hvað varðar brottför Messi frá Katalóníu virðist París vera eini líklegi áfangastaðurinn en Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hefur sagt að hans heitasta ósk sé að Messi endi ferilinn hjá Barcelona. Talið er að Messi sé ekki endilega að horfa í peninginn sem hann fær í vasann heldur vill hann að Börsungar séu samkeppnishæfir í öllum keppnum. Á vefsíðu Barcelona er enn hægt að kaupa treyjur með Messi og 10 á bakinu. Það verður svo einfaldlega að koma í ljóst hvort Messi sjálfur verði í treyjunni á Camp Nou þegar fer að hausta.