Katrín Ásbjörnsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir góðan undirbúning Önnu Maríu Baldursdóttir undir lok fyrri hálfleiks. Katrín tvöfaldaði forystu Stjörnunnar eftir rúmlega klukkustundarleik með góðu skoti sem fór í slá og inn.
Agla María Albertsdóttir minnkaði muninn undir lok leiks en nær komust heimakonur ekki. Lokatölur 1-2 en sjá mörkin sem og viðtöl við Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, og Katrínu í spilaranum hér að neðan.
Þá er allt það helsta úr markalausa jafnteflinu á Sauðárkróki einnig í klippunni.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.