„Við eigum að vita hvað þeim fór á milli” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júlí 2021 19:40 Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að dómsmálaráðherra hafi mátt vita það frá upphafi að óformlegt símtal við lögreglustjóra á aðfangadag gæti ekki talist annað en óeðlilegt. Nefndin hyggst fjalla um málið á opnum fundi á næstu dögum. „Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum. Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Mér finnst að í fyrsta lagi verði svona símtöl ráðherra við undirmann sinn, við forstöðumann stofnunar sem heyrir undir ráðherrann – slíkt samtal á að skrá og innihald þess samtals á að liggja fyrir. Við eigum að vita hvað þeim fór á milli,” segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hringdi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tvígang og innti hana eftir afsökunarbeiðni vegna dagbókarfærslu um uppákomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Lögreglustjóri greindi frá símtalinu á lokuðum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars. Guðmundur Andri telur Áslaugu hafa farið út fyrir valdsvið sitt.„Þetta segir sig sjálft og hún mátti vita það að hún þyrfti að hugsa sig um hverra hagsmuna hún væri að gæta þarna á aðfangadag.”Trúnaður ríkir um það sem fram fór á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í mars, þegar lögreglustjóri kom fyrir nefndina. Guðmundur Andri segir að það beri að virða trúnað sem þarna ríki, nema þeir sem fyrir hana komi óski eftir öðru. „Ef lögreglustjóri myndi vilja rjúfa þennan trúnað þá yrði honum aflétt,” segir hann.Nefndin hyggst fjalla um málið og kalla fulltrúa Nefndar um eftirlit með lögreglu á opinn fund á næstu dögum.
Ráðherra í Ásmundarsal Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira