Óvíst um gerð þriðja nýja flugvallarins á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2021 23:10 Teikning af fyrirhugðum flugvelli í Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Kalaallit Airports Horfur eru á að Grænlendingar verði að sætta sig við að fá bara tvo nýja alþjóðflugvelli að sinni en ekki þrjá, eins og að var stefnt. Vegna fjárskorts hafa grænlensk stjórnvöld neyðst til að fresta gerð nýs aðalflugvallar fyrir Suður-Grænland. Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Flugvallauppbyggingin er langstærsta innviðafjárfesting í sögu Grænlendinga og eru framkvæmdir komnar af stað bæði í Nuuk og Ilulissat, en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvellirnir þrír. Framkvæmdir eru hafnar við vellina í Nuuk og Ilulissat en óvissa er um Qaqortoq.Stöð 2/Google Earth. Áformin í Qaqortoq eru hins vegar í frosti en nýjum flugvelli þar er ætlað að taka við hlutverki Narsarsuaq sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands. Þar er búið að hanna völl með fimmtán hundruð metra langri flugbraut og glæsilegri flugstöð, sem þjóna á bæði innanlands- og millilandaflugi. Qaqortoq-flugvöllur er hannaður til að hann geti tekið við minni farþegaþotum.Kalaallit Airports Það kom hins vegar babb í bátinn þegar tilboðin voru opnuð í fyrra. Þau lægstu reyndust nærri tvöfalt hærri en sá fjárhagsrammi sem grænlenska landsstjórnin hafði markað fyrir verkið. Ramminn var um það bil ellefu milljarðar íslenska króna, en ekkert boð barst undir tuttugu milljörðum króna. Í hópi bjóðenda sem valdir höfðu verið í forvali var Ístak. Gert er ráð fyrir glæsilegri 4.300 fermetra flugstöð í Qaqortoq.KALAALLIT AIRPORTS Eftir nokkra umhugsun ákvað grænlenska stjórnin að endurtaka útboðið í von um að fá lægri tilboð en án þess þó að minnka umfang verksins. Nýja útboðið breytti hins vegar engu, að því er Sermitsiaq skýrði frá. Tilboðin lækkuðu ekkert, sem kom reyndar fáum á óvart, enda var verið að bjóða út nákvæmlega sama verkið. Þverskurðarmynd af fyrirhugaðri flugstöð.Kalaallit Airports Á sama tíma hafa borist fréttir af háum bakreikningum verktaka vegna hinna flugvallanna og að kostnaður þar stefni í að fara langt fram úr áætlunum sem nemur átján milljörðum íslenskra króna. Í frétt KNR er lýst áhyggjum um að tvísýnt sé um að nýr flugvöllur á Suður-Grænlandi verði að veruleika á næstu árum en til stóð að hann yrði tekinn í notkun á árinu 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00 Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48 Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38 Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. 17. janúar 2021 22:00
Skoða minni flugstöð og styttri flugbraut Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur skýrt fjárlaganefnd landsstjórnar Grænlands frá því að félagið sé að skoða þann möguleika að skera niður stærð fyrirhugaðrar flugstöðvar og að stytta flugbraut í Qaqortoq á Suður-Grænlandi. 13. september 2020 22:48
Bakslag í uppbyggingu flugvallar á Grænlandi Flugvallafyrirtæki grænlensku landsstjórnarinnar, Kalaallit Airports, hefur frestað framkvæmdum við nýjan flugvöll við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Ástæðan er sögð sú að tilboð sem bárust reyndust öll verulega yfir fjárhagsramma verksins. 6. september 2020 09:38
Fyrsta sprenging í Ilulissat að nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar eru byrjaðir á gerð 2.200 metra langrar flugbrautar við bæinn Ilulissat, sem verður alþjóðaflugvöllur númer tvö á eftir Nuuk í uppbyggingunni. 1. febrúar 2020 08:15
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40