Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 19:32 Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kennari, hefur tekið eftir miklum breytingum á Hvaleyrarvatni, sem er ein helsta náttúruperla höfuðborgarsvæðsins. Vísir/Sigurjón Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.” Hafnarfjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.”
Hafnarfjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira