Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2021 20:58 Rahmi stóð að innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkja af MDMA, 100 stykkja af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. Vísir Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins. Ætlunin var að koma efnunum í sölu hér á landi í gróðraskyni og tóku þrír þátt í að flytja efnið til landsins í tveimur ferðum. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Laugardaginn 19. desember hófst innflutningurinn og flutti þá einn þessara þriggja aðila inn rúmlega 4.800 grömm af hassi, stykkin 5.087 af MDMA og 100 stykki af LSD en fíkniefnin flutti hún til landsins sem farþegi með flugi frá Amsterdam með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Hún hafði falið efnin annars vegar í jólapökkum, en þar var hassið falið, og í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar höfðu verið inn í úlpu. Í þeim umbúðum voru MDMA töflur og LSD. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi hún frá því að hún hafi kynnst manni í Sevilla á Spáni fyrir nokkrum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Lét hana fá jólapakka og úlpu til að flytja heim Nokkrum vikum áður en hún ferðaðist til Íslands í desember 2020 hafi hún heimsótt hann í Amsterdam og ætlunin var að þau, ásamt vinkonu konunnar, ferðuðust saman til Íslands. Hún þekkti manninn undir nafninu Moha Moreno, en það hét hann á Instagram. Hann hafði hins vegar veikst fyrir heimförina og ákváðu þau þá að hún færi ein til landsins en vinkonan yrði eftir hjá Moha í Amsterdam. Að morgni 19. desember hafi Moha komið á hótelið sem hún var á í Amsterdam og skipt um tösku við hana og sett úlpu í töskuna sem hún hafi farið með í flugið. Í töskunni hafi einnig verið jólapakkar. Moha hafi sagt henni það að úlpan væri fyrir vin hans á Íslandi. Hann hafi síðan fylgt henni upp á flugvöll og innritað töskuna hennar en hún hafi ekki vitað að fíkniefni væru í töskunni. Faldi efni í dömubindi Daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, fluttu hinir tveir aðilarnir samtals 255,84 grömm af metamfetamíni til landsins sem farþegar með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnin fundust falin innvortis og í dömubindi í nærfötum annars einstaklingsins við komuna til landsins. Grunur var uppi hjá lögreglu um að parið tengdist konunni sem komið hafði til landsins daginn áður og voru þau því handtekin og flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit fundust fíkniefni í nærbuxum konunnar og hún framvísaði smokki, sem í voru fíkniefni, sem hún hafði geymt í leggöngum sínum. Í smokknum voru 255,84 grömm af metamfetamíni. Greindi hún frá því að ferðafélagi hennar hafi neytt hana til að flytja efnin til landsins en þau hafi kynnst um mánuði áður í gegn um Facebook. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem maðurinn hafi undirbúið flutning fíkniefnanna. Hann hafi síðan neytt hana til að flytja efnin til Íslands og hótað að meiða barn hennar færi hún ekki eftir fyrirmælum. Áttu að fá 3.000 evrur fyrir ómakið Maðurinn greindi frá því í samtali við lögreglu að hann og konan, ferðafélagi hans, væru í sambandi. Maður að nafni Moha, sem hafði búið á Íslandi, hafi látið hann hafa pening og skipulagt ferðina til Íslands. Moha hafi skipulagt og fjármagnað ferðina og þau hafi átt að fá þrjú þúsund evrur fyrir ómakið. Þá greindi hann frá því að Moha hafi stundað fíkniefnainnflutning í nokkur ár og að hann væri oft búinn að biðja sig um að finna stúlkur til að flytja inn fíkniefni. Öll þrjú hafa þegar verið dæmd hér á landi fyrir smyglið. Fyrsta konan, sem ferðaðist frá Amsterdam, var dæmd í sex mánaða fangelsi, hin konan í 18 mánaða fangelsi en maðurinn í tveggja ára fangelsi fyrir innflutninginn. Dómunum var ekki áfrýjað. Moha, eða Mohamed Hicham Rahmi, hefur neitað allri sök í málinu og kvaðst í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi hvorki skipulagt né fjármagnað innflutning á fíkniefnum til Íslands. Þá kvaðst hann ekki þekkja konuna sem hitti hann í Amsterdam. Hann þekkti þó manninn, þeir hafi kynnst þegar þeir bjuggu báðir á Íslandi. Hann kvaðst þá ekki hafa beðið manninn um að útvega sér stúlkur til að flytja fíkniefni til landsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ætlunin var að koma efnunum í sölu hér á landi í gróðraskyni og tóku þrír þátt í að flytja efnið til landsins í tveimur ferðum. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjaness. Laugardaginn 19. desember hófst innflutningurinn og flutti þá einn þessara þriggja aðila inn rúmlega 4.800 grömm af hassi, stykkin 5.087 af MDMA og 100 stykki af LSD en fíkniefnin flutti hún til landsins sem farþegi með flugi frá Amsterdam með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Hún hafði falið efnin annars vegar í jólapökkum, en þar var hassið falið, og í lofttæmdum umbúðum sem saumaðar höfðu verið inn í úlpu. Í þeim umbúðum voru MDMA töflur og LSD. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi hún frá því að hún hafi kynnst manni í Sevilla á Spáni fyrir nokkrum árum og verið í sambandi við hann síðan þá. Lét hana fá jólapakka og úlpu til að flytja heim Nokkrum vikum áður en hún ferðaðist til Íslands í desember 2020 hafi hún heimsótt hann í Amsterdam og ætlunin var að þau, ásamt vinkonu konunnar, ferðuðust saman til Íslands. Hún þekkti manninn undir nafninu Moha Moreno, en það hét hann á Instagram. Hann hafði hins vegar veikst fyrir heimförina og ákváðu þau þá að hún færi ein til landsins en vinkonan yrði eftir hjá Moha í Amsterdam. Að morgni 19. desember hafi Moha komið á hótelið sem hún var á í Amsterdam og skipt um tösku við hana og sett úlpu í töskuna sem hún hafi farið með í flugið. Í töskunni hafi einnig verið jólapakkar. Moha hafi sagt henni það að úlpan væri fyrir vin hans á Íslandi. Hann hafi síðan fylgt henni upp á flugvöll og innritað töskuna hennar en hún hafi ekki vitað að fíkniefni væru í töskunni. Faldi efni í dömubindi Daginn eftir, sunnudaginn 20. desember, fluttu hinir tveir aðilarnir samtals 255,84 grömm af metamfetamíni til landsins sem farþegar með flugi frá Kaupmannahöfn. Efnin fundust falin innvortis og í dömubindi í nærfötum annars einstaklingsins við komuna til landsins. Grunur var uppi hjá lögreglu um að parið tengdist konunni sem komið hafði til landsins daginn áður og voru þau því handtekin og flutt á lögreglustöð. Við líkamsleit fundust fíkniefni í nærbuxum konunnar og hún framvísaði smokki, sem í voru fíkniefni, sem hún hafði geymt í leggöngum sínum. Í smokknum voru 255,84 grömm af metamfetamíni. Greindi hún frá því að ferðafélagi hennar hafi neytt hana til að flytja efnin til landsins en þau hafi kynnst um mánuði áður í gegn um Facebook. Þau hafi ferðast saman frá Spáni til Kaupmannahafnar þar sem maðurinn hafi undirbúið flutning fíkniefnanna. Hann hafi síðan neytt hana til að flytja efnin til Íslands og hótað að meiða barn hennar færi hún ekki eftir fyrirmælum. Áttu að fá 3.000 evrur fyrir ómakið Maðurinn greindi frá því í samtali við lögreglu að hann og konan, ferðafélagi hans, væru í sambandi. Maður að nafni Moha, sem hafði búið á Íslandi, hafi látið hann hafa pening og skipulagt ferðina til Íslands. Moha hafi skipulagt og fjármagnað ferðina og þau hafi átt að fá þrjú þúsund evrur fyrir ómakið. Þá greindi hann frá því að Moha hafi stundað fíkniefnainnflutning í nokkur ár og að hann væri oft búinn að biðja sig um að finna stúlkur til að flytja inn fíkniefni. Öll þrjú hafa þegar verið dæmd hér á landi fyrir smyglið. Fyrsta konan, sem ferðaðist frá Amsterdam, var dæmd í sex mánaða fangelsi, hin konan í 18 mánaða fangelsi en maðurinn í tveggja ára fangelsi fyrir innflutninginn. Dómunum var ekki áfrýjað. Moha, eða Mohamed Hicham Rahmi, hefur neitað allri sök í málinu og kvaðst í skýrslutöku fyrir dómi að hann hafi hvorki skipulagt né fjármagnað innflutning á fíkniefnum til Íslands. Þá kvaðst hann ekki þekkja konuna sem hitti hann í Amsterdam. Hann þekkti þó manninn, þeir hafi kynnst þegar þeir bjuggu báðir á Íslandi. Hann kvaðst þá ekki hafa beðið manninn um að útvega sér stúlkur til að flytja fíkniefni til landsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira