Nokkrir sjálfboðaliðar komu hengibrú upp í óbyggðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. júlí 2021 16:08 Steinn Hrútur Eiríksson er meðal þeirra sem kom brúni upp. arnar halldórsson Hópur sjálfboðaliða gaf vinnu sína og kom upp 29 metra langri hengibrú í óbyggðum í Lónsöræfum. Vinnan tók 22 daga og segir sjálfboðaliði verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hafi komist í. Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hugmyndina að göngubrúnni fékk Gunnlaugur Benedikt Ólafsson á Stafafelli sem sótti um styrk úr framkvæmdasjóði ferðamálastaða og fékk úthlutaðar sjö milljónir. „Þetta er hluti af hans hugmynd um að opna gönguleið sem hann kallar Austurstræti. Og er gullfalleg leið þarna inn frá en vandamálið er að þarna eru nokkrar ár sem eru erfiðar,“ sagði Steinn Hrútur Eiríksson, eigandi Brimuxa. Hluti hópsins við uppsetningu í óbyggðum.Steinn hrútur eiríksson Uppsetning tók 22 daga Var því ákveðið að ráðast í smíði á hengibrú yfir Víðidalsá. Styrkurinn dugði fyrir verkstæðisvinnu og byggingarefni en þá stóð uppsetning brúarinnar eftir. Steinn ásamt tólf öðrum settu hana upp í sjálfboðaliðastarfi. „Við buðumst til að setja hana upp í okkar frítíma. Þetta endaði með einhverjum 22 löngum vinnudögum inni á fjöllum í fyrrasumar með okkar fólki. Slatta af sjálfboðaliðum sem komu með okkur og varð úr þessu yndislegt frí, skemmtilegt.“ Verkefnið var þó krefjandi enda svæðið langt frá byggð og samgöngur engar. Ákveðið var að hafa hengibrúna eins einfalda og hægt væri vegna erfiðra aðstæðna við flutninga langt inn í óbyggðir. „Ef okkur vantaði eitthvað þá tók fimm tíma að labba að Illakamb. Þaðan þurfti að bera allt. Þannig það tók sex til sjö tíma að komast í næstu búð þannig það var langur dagur ef það vantaði eitthvað,“ sagði Steinn. Hópurinn borðar kvöldmat eftir langan vinnudag.steinn hrútur eiríksson Brúin sem er um 29 metra löng og opnar leið austur eftir og inn í dalina sem snúa að Álftafirði. Steinn segir verkefnið eitt það skemmtilegasta sem hann hefur tekið þátt í og er hópurinn hvergi nærri hættur. „Ég reikna með að við höldum áfram næsta vetur og næsta sumar að ráðast í næstu brú sem verður minni en opnar svæðið enn frekar.“ Við uppsetningu.steinn hrútur eiríksson
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira