Vísindamenn uggandi yfir afléttingaráætlun stjórnvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júlí 2021 07:06 Johnson er sagður munu tilkynna um alsherjarafléttingar á blaðamannafundi í dag. epa/Neil Hall Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun í dag tilkynna um afléttingar á öllum sóttvarnaraðgerðum sem taka munu gildi 19. júlí næstkomandi. Vísindamenn hafa fordæmt fyrirætlanir stjórnvalda, þar sem kórónuveirufaraldurinn virðist vera í vexti. Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Alls greindust 24.248 með Covid-19 í gær en 15.953 greindust á sunnudag fyrir viku. Á sumum svæðum í norðausturhluta landsins hefur tilfellum fjölgað um allt að 200 prósent. Johnson er sagður munu tilkynna á blaðamannafundi í dag að þar sem 86 prósent bresku þjóðarinnar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni sé tími til kominn að aflétta sóttvarnaraðgerðum og veita einstaklingum frelsi til að ákvarða sjálfir hegðun sína. Þetta mun meðal annars fela í sér að grímunotkun verður valkvæð nema á heilbrigðisstofnunum, að þeir sem eru fullbólusettir þurfa ekki lengur að sæta einangrun þótt þeir hafi átt samskipti við smitaðan einstakling og að þeir munu ekki lengur þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins eftir ferðalög til svokallaðra „appelsínugulra“ landa. „Afbrigðaverksmiðjur“ Nýr heilbrigðisráðherra Breta, Sajid Javid, sagði í grein í Mail on Sunday að besta leiðin til að standa vörð um heilsu þjóðarinnar væri aflétting. Aðgerðirnar hefðu haft þau áhrif að heimilisofbeldi hefði aukist til muna og þá hefðu þær haft slæm áhrif á andlega heilsu. Prófessorinn Stephen Reicher, einn meðlima undirnefndar vísindaráðgjafanefndar stjórnvalda, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt afstöðu Javid og segir ógnvekjandi að heilbrigðisráðherrann virðist líta á Covid-19 eins og hverja aðra flensu. „Umfram allt er ógnvekjandi að búa við „heilbrigðis“ráðherra sem vill gera sóttvarnir að persónulegu vali þegar lykilskilaboð faraldursins hafa verið að þetta snýst ekki um „Ég“ heldur „Við“.“ Prófessorinn Susan Michie, annar nefndarmanna, tísti að það að leyfa faraldrinum að malla í samfélaginu væri eins og að byggja nýjar „afbrigðaverksmiðjur“.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira