Lögregla fann Siller á 10. holu Pinetree golfklúbbsins í Kennesaw eftir að tilkynning barst um að maður hefði verið skotinn á vellinum. Siller reyndist með skotsár á höfði og var úrskurðaður látinn á vettvangi.
Siller hafði sjálfur farið að athuga hvað var um að vera þegar pallbíl var ekið inn á flötina, að sögn sjónarvotta. Ökumaður bifreiðarinnar flúði af vettvangi eftir að hafa skotið hinn 41 árs tveggja barna föður í höfuðið.
Þegar lögregla mætti á vettvang fann hún lík tveggja karlmanna á pallinum. Báðir virtust hafa verið skotnir til bana. Annar þeirra reyndist vera Paul Pierson, eigandi bifreiðarinnar, en enn hefur ekki tekist að bera kennsl á hinn.
Siller var starfsmaður Pinetree-klúbbsins og félagsmaður í PGA of America.